Viðskipti innlent

Tilkynning frá Sjóvá: Húsleit tengist fjárfestingastarfsemi

Sjóvá hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna húsleitar embættis sérstaks saksóknara í höfuðstöðvum Sjóvar í morgun. Vill fyrirtækið árétta að sú rannsókn sem nú fer fram á málum er varða samskipti Sjóvár og Milestone, snýr eingöngu að fjárfestingatengdri starfsemi en hefur ekkert með tryggingastarfsemi Sjóvár að gera.

Stjórnendur og starfsfólk Sjóvár hafa lagt sig fram um að aðstoða starfsmenn sérstaks saksóknara við að útvega þau gögn sem óskað hefur verið eftir.


Tengdar fréttir

Sérstakur saksóknari leitaði á níu stöðum

Sérstakur saksóknari hefur gert níu húsleitir vegna rannsóknar á fjárfestingum og lánastarfsemi Sjóvár. Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að til rannsóknar sé grunur um meint brot á lögum um hlutafélög, brot á lögum um vátryggingastarfsemi og eftir atvikum brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga í tengslum við ráðstafanir á fjármunum félagsins.

Húsleit hjá Milestone og Sjóvá

Embætti Sérstaks saksóknara er nú við húsleit í höfuðstöðvum Sjóvár. Hörður Arnarson, forstjóri fyrirtækisins, staðfestir að þar séu menn að safna gögnum og starfsmenn fyrirtækisins aðstoði þá eftir bestu getu.

Leitað á skrifstofu Samtaka atvinnulífsins

Einn af þeim fjölmörgu stöðum sem starfsmenn sérstaks saksóknara gerðu húsleit á í dag er á starfsstöð Þórs Sigfússonar, formanns Samtaka atvinnulífsins, á skrifstofu samtakanna, en Þór hefur haft þar starfsaðstöðu í nokkrar undanfarnar vikur.

„Öll mín verk þola dagsbirtuna, eigendurnir sáu um fjárfestingar“

„Ég er feginn að þessi athugun fari fram, öll mín verk þola dagsbirtuna. Fjárfestingar félagsins voru fyrst og fremst á ábyrgð eigenda félagsins en mitt verkefni var fyrst og fremst vátryggingastarfseminn. Ég var þó ábyrgur fyrir allri starfsemi félagsins en mér er ekki kunnugt um að nokkuð ólöglegt hafi farið fram.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×