Viðskipti innlent

Fjölmargir fyrrum starfsmenn SPRON óttast um hag sinn

Fjölmargir fyrrverandi starfsmenn SPRON óttast nú um sinn hag þar sem slitastjórn bankans neitar að greiða þeim laun í uppsagnarfresti. Fólkið á ekki rétt á atvinnuleysisbótum og talsmaður hópsins segir margir muni lenda í verulegum vandræðum um næstu mánaðamót.

Slitastjórn SPRON hefur gefið það út að ógreidd laun starfsmanna í uppsagnarfresti verði ekki greidd út nema með lagabreytingum. Bankinn fór aldrei í greiðslustöðvun og því segist slitastjórnin ekki hafa lagaheimild til að ganga frá útborgun launa.

Fyrrverandi starfsmenn SPRON, sem eru um 130 talsins, funduðu í gær og skoruðu í kjölfarið á viðskiptanefnd Alþingis að leysa málið hið fyrsta.

Á meðan þessi staða er uppi geta starfsmenn hvorki sótt um atvinnuleysisbætur né laun í ábyrgðarsjóð launa.

Ósvaldur Knudsen, fyrrverandi starfsmaður SPRON, segir að margir séu nú byrjaði að óttast um sinn hag.

„Þetta er hópur 130 manna sem eiga fjölskyldur. Þannig að fá ekki laun sín greidd með engum fyrirvara það kemur fólki í opna skjöldu," segir Ósvaldur. „Það eru margir sem hafa haft orð á því að þeir muni lenda í töluverðum vandræðum strax um næstu mánaðamót ef ekkert verður að gert."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×