Viðskipti innlent

Búist við gjaldþrotahrinu erlendra eignarhaldsfélaga

Þegar öll hagfræðilögmál ættu að benda til þess að skuldir ættu að vera að sliga eignarhaldsfélög (e. private equity funds) heimsins virðast forsvarsmenn eignarhaldsfélaga vera óvenju rólegir þrátt fyrir erfitt ástand í efnhagslífi heimsins. Þrátt fyrir að gjaldþrot erlendra eignarhaldsfélaga fari hækkandi eru gjaldþrot þeirra enn í sögulegu lágmarki.

Það er engu líkara en efnahagsbóla undanfarinna ára hafi aldrei átt sér stað, en hvenær munu öldurnar skella á eignarhaldsfélögunum?

Talið er að gjaldþrotahrina fari að hefjast hvað og hverju. Á síðasta ári urðu innan við fimm prósent erlendra eignarhaldsfélaga gjaldþrota. Frá janúar á þessu ári hafa átta prósent eignarhaldsfélaga í skuldsettri fjármögnun farið í þrot. Sérfræðingar telja að gjaldþrotum muni fjölga verulega og enda í sögulegu hámarki, eða fimmtán prósentum. Breska fjármálablaðið Financial Times greinir frá þessu.

Í greininni kemur fram að lánamarkaðurinn með skuldsett lán hafi hrunið í október síðastliðnum, aðallega vegna falls íslensku bankanna sem áttu mikið magn slíkra lána og þurftu bankarnir að losa sig við lánin. Það var hins vegar engin eftirspurn eftir slíkum lánum á þeim tíma vegna efnahagsástandsins. Því hafi lánin fallið verulega í verði.

Bankar hafa ævinlega verið langstærstu kaupendur slíkra lána. Þar sem þeir höfðu margir hverjir ekki nægjanlegt fjármagn til að kaupa þessi lán dró úr eftirsourn eftir lánunum. Þar af leiðandi opnuðust möguleikar á því að kaupa mjög góð lánasöfn á miklu undirverði, eða 70-75% af upprunalegu verði.

Þess má geta að Baugur taldist til slíkra eignarhaldsfélaga (e. private equity funds) sem hér um ræðir.

Grein Financial Times má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×