Píslarsaga Helga: Sölubann varð til niðurfellingar ábyrgða 4. júlí 2009 11:04 Í grein sem sem Helgi Sigurðsson, fyrrum yfirlögfræðingur Kaupþings, skrifaði í Fréttablaðið í dag útskýrir hann niðurfellingu ábyrgða starfsmanna í Kaupþingi sem mikið hefur verið deilt um undanfarið. Í greininni kemur meðal annars fram að stjórn bankans felldi niður persónulega ábyrgð starfsmanna fyrir tíu og hálfan milljarð króna. Þar kemur einnig fram að árið 2008 hafi starfsmenn verið farnir að ókyrrast verulega, sumir jafnvel líkamlega eins og Helgi orðar það. Bankinn hafi þá lofað þeim að ekki yrði gengið að skuldurunum. Ástæðan er sú að bankinn þurfti að samþykkja sölu hluta hvers og eins. Bankinn féllst ekki á að starfsmenn seldu hluti sína í upphafi árs 2008 þegar þeir sóttust eftir því. Þar af leiðandi telur Helgi óeðlilegt hjá bankanum að ganga að skuldurum og leggjast á sama tíma gegn sölu hlutanna. Þá segir Helgi einnig í greininni að í samningum hafi staðið að persónuleg ábyrgð starfsmanna væri eingöngu 10 prósent af andvirði lánsins. Jafnframt stóð í samningi að ef gengið yrði á tryggingar vegna lánsins yrðu verðmæti þeirra lækkuð niður og andvirði þeirra nýtt til þess að greiða skuldina. Upphaflega hafi þó ábyrgð starfsmanna verið engin. Helgi segir ennfremur að starfsmenn muni ekki þurfa að greiða tekjuskatt vegna niðurfellingar persónulegu ábyrgðarinnar. Ástæðan er sú að starfsmenn auðguðust aldrei á bréfunum. Þá áréttar hann einnig rangfærslur sem hafa verið í umræðunni um að skattayfirvöld hafi haldið því fram að starfsmenn ættu að borga tekjuskatt. Hið rétt er að skatturinn samþykkti að skoða málið. Þá segir hann að málið hafi aldrei verið þaggað niður. Stjórna bankans hafi rætt við Fjármálaeftirlitið rétt eftir bankahrunið um málið. Þá hafi Helgi sjálfur sent þáverandi fjármálaráðherra, Árna M. Matthíesen, bréf þar sem hann óskaði eftir skjótum viðbrögðum vegna málsins. Þá tiltók Helgi sérstaklega í póstinum að eigin sögn að gott væri að hafa málið á hreinu fyrir fjölmiðlana. Þá tekur Helgi fram að árásir á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingkonu, séu ómaklegar. Hún tengist alls ekki lánum sem eignarhaldsfélag í eigu Kristjáns Arasonar, eiginmanns hennar, á. Hann gerir einnig ummæli sem finna má á netinu að umtalsefni sínu. Þar kom fram að ný stjórn Kaupþings og viðskiptaráðherra hefðu vitnað í hann eins og guð. Sjálfur slær Helgi á létta strengi og segir að þó hann þjáist ekki af neinni sérstakri minnimáttarkennd þá hafi hvorugir hinna fyrrnefndu vitnað til hans sem guðs. Álitið hafi hinsvegar verið unnið af Viðari Má Matthíassyni prófessori og Herði Felix Harðarssyni hæstaréttarlögmanni. Að lokum tekur Helgi undir orð Sigurðs Einarssonar, fyrrum stjórnarformanns Kaupþings, um að upplýsingum leki markvisst út úr bankanum, og sé til þess fallið að draga athygli frá því sem máli skiptir. Þá telur hann þennan skipulega leka beinast nær algjörlega að Kaupþingi. Hann segir það siðferðislega og lagalega skyldu stjórnar nýja Kaupþings, Skilanefndar bankans, Fjármálaeftirlitsins og Ríkislögreglustjóra að koma tafarlaust í veg fyrir að frekari upplýsingum úr lánabókum sé dreift í fjölmiðla. Þess má geta að DV hefur á undanförnum dögum opinberað lánabók bankans. Þeir sögðu frá því að Helgi hefði skuldað allt að hálfan milljarð þegar hann lét vinna lögfræðiálit þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að persónulega ábyrgð ætti að fella niður. Sama dag og fréttin birtist sagði Helgi upp störfum hjá bankanum.Greinina hans Helga má lesa í heild sinni í Fréttablaðinu í dag og hér. Tengdar fréttir Kaupþingsforstjórar með kúlulán Kaupþingsforstjórarnir fyrrverandi, þeir Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, voru árið 2006 með lán hjá Kaupþingi upp á samtals 5,4 milljarða króna. 1. júlí 2009 08:18 Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Í grein sem sem Helgi Sigurðsson, fyrrum yfirlögfræðingur Kaupþings, skrifaði í Fréttablaðið í dag útskýrir hann niðurfellingu ábyrgða starfsmanna í Kaupþingi sem mikið hefur verið deilt um undanfarið. Í greininni kemur meðal annars fram að stjórn bankans felldi niður persónulega ábyrgð starfsmanna fyrir tíu og hálfan milljarð króna. Þar kemur einnig fram að árið 2008 hafi starfsmenn verið farnir að ókyrrast verulega, sumir jafnvel líkamlega eins og Helgi orðar það. Bankinn hafi þá lofað þeim að ekki yrði gengið að skuldurunum. Ástæðan er sú að bankinn þurfti að samþykkja sölu hluta hvers og eins. Bankinn féllst ekki á að starfsmenn seldu hluti sína í upphafi árs 2008 þegar þeir sóttust eftir því. Þar af leiðandi telur Helgi óeðlilegt hjá bankanum að ganga að skuldurum og leggjast á sama tíma gegn sölu hlutanna. Þá segir Helgi einnig í greininni að í samningum hafi staðið að persónuleg ábyrgð starfsmanna væri eingöngu 10 prósent af andvirði lánsins. Jafnframt stóð í samningi að ef gengið yrði á tryggingar vegna lánsins yrðu verðmæti þeirra lækkuð niður og andvirði þeirra nýtt til þess að greiða skuldina. Upphaflega hafi þó ábyrgð starfsmanna verið engin. Helgi segir ennfremur að starfsmenn muni ekki þurfa að greiða tekjuskatt vegna niðurfellingar persónulegu ábyrgðarinnar. Ástæðan er sú að starfsmenn auðguðust aldrei á bréfunum. Þá áréttar hann einnig rangfærslur sem hafa verið í umræðunni um að skattayfirvöld hafi haldið því fram að starfsmenn ættu að borga tekjuskatt. Hið rétt er að skatturinn samþykkti að skoða málið. Þá segir hann að málið hafi aldrei verið þaggað niður. Stjórna bankans hafi rætt við Fjármálaeftirlitið rétt eftir bankahrunið um málið. Þá hafi Helgi sjálfur sent þáverandi fjármálaráðherra, Árna M. Matthíesen, bréf þar sem hann óskaði eftir skjótum viðbrögðum vegna málsins. Þá tiltók Helgi sérstaklega í póstinum að eigin sögn að gott væri að hafa málið á hreinu fyrir fjölmiðlana. Þá tekur Helgi fram að árásir á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingkonu, séu ómaklegar. Hún tengist alls ekki lánum sem eignarhaldsfélag í eigu Kristjáns Arasonar, eiginmanns hennar, á. Hann gerir einnig ummæli sem finna má á netinu að umtalsefni sínu. Þar kom fram að ný stjórn Kaupþings og viðskiptaráðherra hefðu vitnað í hann eins og guð. Sjálfur slær Helgi á létta strengi og segir að þó hann þjáist ekki af neinni sérstakri minnimáttarkennd þá hafi hvorugir hinna fyrrnefndu vitnað til hans sem guðs. Álitið hafi hinsvegar verið unnið af Viðari Má Matthíassyni prófessori og Herði Felix Harðarssyni hæstaréttarlögmanni. Að lokum tekur Helgi undir orð Sigurðs Einarssonar, fyrrum stjórnarformanns Kaupþings, um að upplýsingum leki markvisst út úr bankanum, og sé til þess fallið að draga athygli frá því sem máli skiptir. Þá telur hann þennan skipulega leka beinast nær algjörlega að Kaupþingi. Hann segir það siðferðislega og lagalega skyldu stjórnar nýja Kaupþings, Skilanefndar bankans, Fjármálaeftirlitsins og Ríkislögreglustjóra að koma tafarlaust í veg fyrir að frekari upplýsingum úr lánabókum sé dreift í fjölmiðla. Þess má geta að DV hefur á undanförnum dögum opinberað lánabók bankans. Þeir sögðu frá því að Helgi hefði skuldað allt að hálfan milljarð þegar hann lét vinna lögfræðiálit þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að persónulega ábyrgð ætti að fella niður. Sama dag og fréttin birtist sagði Helgi upp störfum hjá bankanum.Greinina hans Helga má lesa í heild sinni í Fréttablaðinu í dag og hér.
Tengdar fréttir Kaupþingsforstjórar með kúlulán Kaupþingsforstjórarnir fyrrverandi, þeir Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, voru árið 2006 með lán hjá Kaupþingi upp á samtals 5,4 milljarða króna. 1. júlí 2009 08:18 Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Kaupþingsforstjórar með kúlulán Kaupþingsforstjórarnir fyrrverandi, þeir Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, voru árið 2006 með lán hjá Kaupþingi upp á samtals 5,4 milljarða króna. 1. júlí 2009 08:18