Fleiri fréttir

FIH bankinn fær danska ríkisábyrgð að 1.200 milljörðum

FIH bankinn í Danmörku, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, hefur fengið ríkisábyrgð frá danska ríkinu. Danska fjármálaeftirlitið tilkynnti þetta í dag en um er að ræða rammasamning upp á allt að 50 milljarða danskra kr. eða um 1.200 milljarða kr.

Gjaldeyrisinnistæður hafa aukist um 70 milljarða

Gjaldeyrisinnistæður á innlánsreikningum í bönkunum jukust um 70 milljarða kr. frá því í maí í fyrra og fram til maí í ár. Samkvæmt bráðbirgðayfirliti frá Seðlabankanum námu þessar innistæður 103 milljörðum kr. í maí í fyrra en voru komnar í 173 milljarða í maí í ár.

Svikahrappur olli háu olíuverði

Olíuverð náði óvænt hámarki á þessu ári síðastliðinn þriðjudag. Ástæðan er rakin til mikilla kaupa olíumiðlara á svarta gullinu. Viðskipti miðlarans eru talin ólögleg og hafa verið tilkynnt til breskra og bandarískra yfirvalda.

Landsframleiðslan dróst saman um 3,6%

Landsframleiðsla er talin hafa dregist saman um 3,6% að raungildi frá fjórða ársfjórðungi 2008 til fyrsta ársfjórðungs 2009. Á sama tíma drógust þjóðarútgjöld saman um 3,3%.

Eimskip sýknað af kröfu Baldurs Guðnasonar

Eimskip var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af kröfu Baldurs Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra þess, um greiðslu launa í tvö ár, allt til loka febrúar 2010. Byggir sýknan á því að Baldur hafi misnotað aðstöðu sína og því beri að ógilda starfslokasamning við hann.

Rio Tinto lýkur einni stærstu hlutafjáraukningu sögunnar

Námurisinn Rio Tinto, sem m.a. rekur álverið í Straumsvík, lauk í dag við eina stærstu hlutfjáraukningu sögunnar. Alls voru rúmlega 15 milljarðar dollara, eða tæplega 1.900 milljarða kr., í boði og keyptu núverandi hluthafar félagsins í Bretlandi og Ástralíu nær allt þetta magn.

Teymi fagnar málalyktum

Fjarskiptafyrirtækið Teymi fagnar málalyktum í málefnum fyrirtæksins og Tals en Samkeppniseftirlitið hefur sektað Teymi um 70 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum.

Teymi sektað um 70 milljónir

Samkeppniseftirlitið hefur sektað fjarskiptafyrirtækið Teymi um 70 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum sem áttu sér stað á árinu 2008. Fyrirtækinu er jafnframt gert að selja eignarhlut sinn Tali.

Danskt félag Björgólfs Thors í miklum vandræðum

Eignarhaldsfélagið SG Nord Holding sem er að hálfu í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar er í miklum vandræðum að því er segir í viðskiptablaðinu Börsen. Helsta eign SG Nord Holding er 30% hlutur í fasteignafélaginu Sjælsö Gruppen.

Erlend skuldastaða er vel öfugu megin við 200%

Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í fyrradag voru útreiknaðar erlendar skuldir þjóðarbúsins 253% af landsframleiðslu. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það sé alveg ljóst að erlend skuldastaða þjóðarbúsins sé mjög tæp og sé vel öfugu megin við 200% af landsframleiðslu.

Norræn ofurtölvusetur á Íslandi til skoðunar

Þrjár norrænar stofnanir íhuga nú að koma á fót samnorrænum ofurtölvusetrum á Íslandi. Það er einkum hagstætt raforkuverð sem gerir Ísland að ákjósanlegum stað fyrir setrið að því er segir í grein um málið í Teknisk Ukeblad í Noregi.

AGS leggur til sameiningu smærri sveitarfélaga

Stefnt skal að sameiningu smærri sveitarfélaga með það að markmiði að lækka rekstrarkostnað, og þá sérstaklega fastakostnað, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Opin Kerfi Group töpuðu 892 milljónum í fyrra

Opin Kerfi Group töpuðu 892 milljónum kr. eftir skatta og óreglulega starfssemi á síðasta ári. Árið 2007 skilaði samstæðan hagnaði upp á 169 milljónir fyrir sama tímabil.

Gunnar Sigurðsson stjórnarformaður Hamleys eftir uppstokkun

Gunnar Sigurðsson fyrrum forstjóri Baugs í Bretlandi var kjörinn stjórnarformaður leikfangaverslunarkeðjunnar Hamleys eftir uppstokkun í stjórninni. Skilanefnd Landsbankans fer nú með 63,7% hlut í Hamleys en sá hlutur var áður í eigu Baugs.

Gjaldeyrishöftin gjörsamlega vonlaus

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefði viljað sjá Seðlabankann tilkynna um lækkun á stýrivöxtum sínum fyrr í dag en háir vextir og gjaldeyrishöft eiga að vinna gegn veikingu krónunnar.

Mest velta með bréf Marels

Viðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands í dag námu rúmum 24 milljónum króna. Langmest velta var með bréf Marels eða fyrir rúmar 22 milljónir króna og hækkuðu bréf félagsins um 0,36%.

Vændishús tapa á kreppunni

Enginn í viðskiptaheiminum hefur komist óskaddaður frá fjármálakreppunni sem hófst á síðasta ári. Það á einnig við um klámiðnaðinn en Nevada ríki í Bandaríkjunum er þekkt fyrir sín lögleiddu vændishús. Nú eru karlmenn meira að segja farnir að halda að sér höndum þegar kemur að kynlífi.

Telur Peningastefnunefnd oftúlka verðbólguálag

„Seðlabankamenn virðast horfa nokkuð í hækkandi verðbólguálag á markaði og hafa af því áhyggjur að væntingar markaðarins standi nú til meiri verðbólgu til meðallangs tíma en áður. Við teljum þetta oftúlkun.“

Samkeppniseftirlitið bannar tilboð Símans

Samkeppniseftirlitið hefur í dag lagt bann til bráðabirgða við tilboði Símans sem kallast „3G netlykill og áskrift fyrir 0 kr. í allt sumar“ á meðan rannsókn eftirlitsins á kæru Nova vegna tilboðsins stendur yfir.

Sterlingspundið í alvarlegri krísu

„Það eru rúmlega 30% líkur á að Sterlingspundið lendi í alvarlegri krísu og líkurnar á verulegum skattaundanskotum og minnkandi einkaneyslu eru nánast 100%“, er haft eftir Niall Ferguson, virtum breskum prófessor í hagsögu, sem lokið hefur prófi frá Harvard háskólanum í Bandaríkjunum.

Gengi krónunnar réð ákvörðun um stýrivexti

„Bakgrunnur ákvörðunarinnar er að gengi krónunnar hefur verið umtalsvert lægra en nefndin taldi viðunandi í mars, eins og fram kom í fundargerð þá. Verðbólga og verðbólguvæntingar hafa einnig aukist. Framboð lausafjár á peningamarkaði hefur aukist undanfarna mánuði og hafa markaðsvextir verið lægri en stýrivextir.“

SA telur hugmyndir um kolefnisskatt vanhugsaðar

Samtök atvinnulífsins (SA) segja að hugmyndir fjármálaráðuneytisins um að leggja á sérstakan kolefnisskatt séu vanhugsaðar og munu hafa lítil sem engin áhrif á útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum fyrirtækjum.

Stýrivextir hættir að stýra

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að stýrivextirnir séu hættir að stýra efnhagslífinu vegna mikils peningaframboðs í bönkunum. „Vextirnir eru hættir að hafa áhrif á millibankamarkaði þar sem þeir fjárfestar sem eiga jöklabréf eru hættir að fá stýrivextina og þar af leiðandi hafa þeir ekki áhrif á gengi krónunnar.“

Seðlabanki Svíþjóðar refsar bönkum fyrir að lána ekki

Seðlabanki Svíþjóðar (Riksbanken) ákvað í morgun að innlánsvextir sínir yrðu mínus 0,25%. Þannig ætlar hann að hvetja banka landsins til að veita meira af lánsfé út til almennings og atvinnulífs landsins og refsa þeim fyrir að geyma fé sitt inn á reikningum Riksbanken.

Eimskip fær heimild til nauðasamnings

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á að veita Eimskip heimild til að leita nauðasamnings samkvæmt frumvarpi félagsins. Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður var skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum félagsins.

Höfnun Icesave setur AGS samkomulagið í uppnám

Ekki er hægt að skilja orð Franek Rozwadowski fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í samtali við Bloomberg öðruvísi en svo að ef alþingi hafnar Icesave-samningnum sé samkomulag Íslands við AGS þar með komið í uppnám.

Vöruskiptin hagstæð um 8,7 milljarða í júní

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir júní 2009 nam útflutningur tæpum 40,8 milljörðum króna og innflutningur 32,0 milljörðum króna. Vöruskiptin í júní, voru því hagstæð um 8,7 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þá segir að vísbendingar séu um meira verðmæti útfluttra sjávarafurða og meira verðmæti innfluttra hrá- og rekstrarvara en minni innflutning á eldsneyti í júní 2009 miðað við maí 2009.

Úrvalsvísitalan hækkar milli fjórðunga í fyrsta sinn síðan 2007

Úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkaði um 21,3% á öðrum ársfjórðungi en líta þarf til baka til 2. ársfjórðungs 2007 til að sjá síðast hækkun milli ársfjórðunga. Á fyrsta ársfjórðungi lækkaði úrvalsvísitalan um nærri 40% þannig að á fyrri árshelmingi lækkaði hún um fjórðung.

AGS: Stýrivextir eiga að vera óbreyttir

Seðlabankinn ætti að hafa stuðning við krónuna að leiðarljósi þegar kemur að stýrivaxtaákvörðun klukkan níu í dag. Þetta segir Franek Rozwadowski talsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi í viðtali við Bloomberg fréttaveituna. Hann segir að tilmæli sjóðsins séu þau að nota eigi gengi krónunnar til þess að halda verðbólgunni niðri. Þetta túlkar Bloomberg á þann veg að stýrivextir eigi að vera óbreyttir að mati AGS.

Íslandsbanki umsvifamestur á skuldabréfamarkaði

Íslandsbanki er sá kauphallaraðili sem er með mesta veltu á skuldabréfamarkaði kauphöllinni fyrstu sex mánuðum ársins með samtals um 27,6% hlutdeild. Samkvæmt upplýsingum frá kauphöllinni var markaðshlutdeild MP Banka 27,2%.

Yfir 300 læknar með hærri laun en forsætisráðherra

Nær 340 læknar á launaskrá hins opinbera eru með hærri heildarlaun en forsætisráðherra. Það er 935.000 kr. á mánuði í laun. Ef laun þessara lækna væru lækkuð niður í laun forsætisráðherra mætti spara 1,5 milljarð kr. á hverju ári.

Svíar lána okkur mest Norðurlandaþjóða

Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag hefur íslenska ríkið tekið að láni jafnvirði 2,5 milljarða Bandaríkjadala hjá Svíum, Norðmönnum, Dönum og Finnum. Lánið jafngildir tæpum 318 milljörðum króna.

Sjá næstu 50 fréttir