Alþjóðabankinn: Lausn á kreppunni ekki handan við hornið 6. júlí 2009 12:30 Lausn á efnahagskreppunni er ekki handan við hornið. Þetta eru skilaboð bankastjóra Alþjóðabankans til leiðtoga helstu iðnríkja heims sem nú eru komnir saman til fundar á Ítalíu. Í bréfi sem Robert Zoellick bandastjóri Alþjóðabankans sendi leiðtogunum segir að inngrip seðlabanka og ríkisstjórna virðist hafa stöðvað hrapið í hagkerfum heimsins með því að styrkja fjármálamarkaði og auka eftirspurn. Zoellick segir að engu að síður verði árið 2009 hættulegt ár og að alls sé óvíst um hagvöxt á næsta ári. Hann segir að hann geri sér grein fyrir því að sum hinna þróaðri iðnríkja geri því nú skóna að dæmið sé að snúast við. Því fari hinsvegar fjarri að svo sé um þróunarlöndin sem enn eigi eftir að þola miklar þjáningar. Alþjóðabankinn áætlar að landsframleiðsla í þróunarlöndunum að Kína og Indlandi frátöldum muni minnka um 1.6 prósent. Zoellick segir í bréfi sínu að eins prósents samdráttur í landsframleiðslu geti fest allt að tuttugu milljónir manna í sárri fátækt. Iðnríkin megi því ekki gleyma þróunarlöndunum þótt þröngt sé fyrir dyrum heimafyrir. Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Lausn á efnahagskreppunni er ekki handan við hornið. Þetta eru skilaboð bankastjóra Alþjóðabankans til leiðtoga helstu iðnríkja heims sem nú eru komnir saman til fundar á Ítalíu. Í bréfi sem Robert Zoellick bandastjóri Alþjóðabankans sendi leiðtogunum segir að inngrip seðlabanka og ríkisstjórna virðist hafa stöðvað hrapið í hagkerfum heimsins með því að styrkja fjármálamarkaði og auka eftirspurn. Zoellick segir að engu að síður verði árið 2009 hættulegt ár og að alls sé óvíst um hagvöxt á næsta ári. Hann segir að hann geri sér grein fyrir því að sum hinna þróaðri iðnríkja geri því nú skóna að dæmið sé að snúast við. Því fari hinsvegar fjarri að svo sé um þróunarlöndin sem enn eigi eftir að þola miklar þjáningar. Alþjóðabankinn áætlar að landsframleiðsla í þróunarlöndunum að Kína og Indlandi frátöldum muni minnka um 1.6 prósent. Zoellick segir í bréfi sínu að eins prósents samdráttur í landsframleiðslu geti fest allt að tuttugu milljónir manna í sárri fátækt. Iðnríkin megi því ekki gleyma þróunarlöndunum þótt þröngt sé fyrir dyrum heimafyrir.
Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira