Viðskipti innlent

Gjaldeyrisforði Seðlabankans rýrnaði um 42 milljarða

Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði um 42 milljarða króna milli mánuðina maí og júní en það er um 10% rýrnun á þessum tíma. Þetta kemur fram í hagtölum bankans.

Í lok maí nam forðinn rúmlega 426 milljörðum kr. en staða hans var komin niður í rétt rúma 384 milljarða kr. í lok júní.

Þetta skýrist af því að eignir í erlendum bönkum minnkuðu um tæpa 50 milljarða kr. en á móti jókst verðmæti erlendra verðbréfa um tæpa 7,7 milljarða kr.

Samkvæmt efnahagsreikningi Seðlabankans þann 30. júní höfðu skuldir innlánsstofnana hjá bankanum lækkað um 34,6 milljarða milli fyrrgreindra mánaða. Þær voru 333,7 milljarðar í lok maí en 299,1 milljarður í lok júní.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×