Viðskipti innlent

Segir ekki rétt að hollensk stjórnvöld styðji málsókn

Indriði H. Þorláksson
Indriði H. Þorláksson Mynd/Anton Brink

Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og fulltrúi í samninganefnd Icesave segir það ekki rétt sem haft var eftir Höskuldi Þórhallssyni þingmanni Framsóknarflokksins hér á Vísi fyrr í dag.

Í fréttinni sem birtist á Vísi fyrr í dag segir Höskuldur að á fundi fjárlaganefndar í morgun hafi komið fram að hollensk stjórnvöld hafi lýst yfir að þau muni bakka upp málaferli þarlendra innistæðueigenda gegn íslenska ríkinu. Í fréttinni kom einnig fram að samninganefnd Ísland í Icesave málinu hafi verið á fundi nefndarinnar.

Indriði hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna þessa. „Á fundi samninganefndarinnar með fjárlaganefnd kom fram sú spurning hvort vitað væri til þess að fyrirhuguð væri málaferli af hálfu hollenskra innstæðueigenda og þá hvort fyrir lægi að hollensk stjórnvöld myndu styðja slíka málssókn. Var því svarað til af samninganefndinni að búast mætti við slíkri málshöfðun en jafnframt að hollenska fjármálaráðuneytið hefði komið þeim upplýsingum á framfæri við íslenska fjármálaráðuneytið að hollenska ríkið myndi ekki standa að slíkum málaferlum," segir í yfirlýsingu Indriða.














Tengdar fréttir

Hollensk stjórnvöld munu styðja málsókn innistæðueigenda

„Það verður dómsmál út af neyðarlögunum og hollensk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau muni bakka upp slík málaferli af hálfu þarlendra innistæðueigenda," segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að þetta hafi komið fram á fundi fjárlaganefndar í morgun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×