Viðskipti innlent

Markmiðið að draga úr ríkiseigu bankanna

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagði í dag á fundi um endurreisn bankakerfisins að það væri margt að gerast í málefnum bankanna. „Endurreisnin þolir ekki langa bið og eigendastefna bankanna verður tekin á næstu vikum. Við verðum að huga sérstaklega að samkeppnissjónarmiðum þegar kemur að því að selja hluti úr bönkunum," sagði Gylfi.

Gylfi segir fyrirséð að ríkið verði stór hluthafi í bönkunum um einhverja hríð en það sé þó markmið ríkisins að minnka hlut sinn og jafnvel verulega á réttum tímapunkti.

Eins og kom fram á Vísi fyrir stundu er mjög ólíklegt að kröfuhafar gömlu bankanna vilji fjármagna þá nýju. Því telur Helga Valfells, aðstoðarmaður Gylfa, það kannski ekki heppilega lausn að kröfuhafar fái hlutafé heldur frekar að þeir fái skuldabréf í bönkunum sem eru umbreytanleg í hlutafé. Auk þess kom fram í máli hennar að nauðsynlegt væri að leggja fjármagn inn í nýju bankana þannig að þeir standi traustum fótum. „Einnig kemur til greina að kröfuhafarnir fái fulltrúa í stjórn nýju bankanna," sagði Helga ennfremur.






Tengdar fréttir

Áætlað að ríkið setji 280 milljarða í nýju bankana

Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði að líklega þyrfti ríkið að setja 280 milljarða inn í nýju bankana til að þeir yrðu starfhæfir og gætu starfað á eðlilegum viðskiptagrundvelli.

Nýtt fjármagn frá erlendum kröfuhöfum ólíklegt

„Markmið samningaviðræðna okkar er að bankarnir séu nægilega vel fjármagnaðir og þeir njóti alþjóðlegs trausts og virðingar. Síðast en ekki síst eru samningar við kröfuhafa lykilatriði," sagði Helga Valfells, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra á fundi í Þjóðmenningarhúsinu um endurreisn bankakerfisins. Hún telur litlar líkur á því að erlendu kröfuhafarnir setji nýtt fjármagn inn í nýju bankana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×