Fleiri fréttir

Össur skilaði ágætu uppgjöri

Össur skilaði ágætu uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaður nam 6,7 milljónum dollara eða tæplega 500 milljónum króna.

Kaupa kökugerð í Hong Kong og ítalska pizzugerð

Bakkavör tilkynnti í dag um kaup á tveimur fyrirtækjum, köku- og brauðframleiðandann La Rose Niore frá Hong Kong og ítalska pizzugerðinni Italpizza. Kaupverðið er trúnaðarmál í báðum tilfellum.

Novator Properties tekur til starfa

Fasteignafélagið Novator Properties hefur tekið til starfa en félagið fjárfestir í hefðbundnum fasteignum sem og fasteignaþróunarverkefnum. Félagið er að 70% hluta í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Tæp 30% eru í eigu innlendra og erlendra fjárfesta.

Alfesca kaupir D&F

Alfesca hefur gengið frá kaupum á ítalska matvælabirgjanum D&F af stofnendum fyrirtækisins. D&F er leiðandi birgir og dreifingaraðili matvæla á ítalska matvörumarkaðnum og hefur fram að þessu verið helsti dreifingaraðili fyrir vörur Alfesca á Ítalíu.

Straumur hækkaði um 3,06%

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 0,63% í dag. Straumur hækkaði mest, eða um 3,06%. SPRON hækkaði um 1,96% og Atlantic Petroleum hækkaði um 1,88%.

Wrigleys selt á 1700 milljarða

Mars Inc, fyrirtækið sem framleiðir Snickers og M&M sælgætið, hefur gert kauptilboð í Wrigley fyrirtækið sem framleiðir Juicy Fruit og Doublemint tyggigúmmí.

TV 2 leggur 205 stöðugildi niður

TV 2 leggur niður 205 stöðugildi af 1100. Um 140 missa vinnuna og þar af eru 56 starfsmenn af útvarpsstöðvunum. Útvarpssviði fyrirtækisins verður lokað þann 1. júlí næstkomandi.

Forsendur kjarasamninga brostnar

„Ef fram fer sem horfir eru forsendur kjarasamninga brostnar," segir Gunnar Páll Pálsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur.

Auður Capital hefur fengið starfsleyfi

Auður Capital hefur fengið leyfi Fjármálaeftirlitsins sem verðbréfafyrirtæki. Félagið hefur þegar ráðið tólf manna teymi sem hefur viðamikla alþjóðlega reynslu af fjármálamörkuðum og rekstri.

Glitnir tilnefndur til Sjálfbærniverðlauna FT

Glitnir hefur verið tilnefndur til Sjálfbærniverðlauna Financial Times (e. Sustainable Awards) 2008 í flokknum Sjálfbæri samningur ársins (e. Sustainable Deal of the Year) fyrir þátttöku bankans í verkefni sem tengist þróun og rannsókna á jarðvarmasvæðinu Salton Sea í Kaliforníu.

Róleg byrjun í kauphöllinni

Upphaf markaðarins í kauphöllinni í morgun var á rólegu nótunum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað lítillega eða um 0,24% og stendur í 5.279 stigum.

Vodafone tekur 35 nýja GSM senda í notkun

Fjórðungur þeirra GSM senda sem ráðgert er að tæknimenn Vodafone setji upp á árinu er nú þegar kominn í notkun. Alls hafa 35 nýir GSM sendar verið gangsettir um allt land og tryggt GSM samband á fjölmörgum svæðum sem ekki höfðu notið slíkrar þjónustu fyrr.

Methagnaður Olíurisa

Olíurisarnir BP og Shell munu samanlagt ná methagnaði upp á 68 milljarða bandaríkjadollara á þessu ári ef olíuverð helst óbreytt.

Magasin var með "stórfyrirtækisheilkenni"

Danska blaðið Berlingske Tidende birtir í dag stórt viðtal við Jón Björnsson, forstjóra Magasin du Nord, um þær miklu breytingar sem hann hefur innleitt á þeim rúmum tveimur árum sem hann hefur stýrt þessu fornfræga verslunarhúsi.

Búast við bindandi tilboði í MK One í næstu viku

Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, segir í samtali við Vísi nú í morgun að félagið búist við bindandi tilboði í bresku verslunarkeðjuna MK One í næstu viku en hún var sett í söluferli fyrr í þessum mánuði.

Björgólfur Thor sá 29. ríkasti í Bretlandi

Björgólfur Thor Björgólfsson er í 29. sæti á lista yfir ríkustu menn Bretlands sem Sunday Times birtir í dag. Eignir Björgólfs Thors eru metnar á 2,07 milljarða punda eða um 300 milljarða íslenskra króna miðað við lokagengi pundsins á föstudag.

Iceland sektað fyrir brot á brunavarnareglugerð

Breska verslunarkeðjan Iceland, sem er að stærstum hluta í eigu Baugs og Fons, var í gær sektuð um þrjátíu þúsund pund, eða rúmar fjórar milljónir króna, fyrir slælegar brunavarnir í verslun sinni í Nottingham á Englandi.

Franski fjárhættumiðlarinn kominn í nýja vinnu

Franski verðbréfasalinn Jerome Kerviel, sem er sakaður um að hafa tapað tæplega 560 milljörðum íslenskra króna fyrir bankann Societe Generale, er kominn með nýtt starf. Hann er byrjaður að vinna sem ráðgjafi í tölvu- og tæknimálum hjá ráðgjafafyrirtækinu LCA.

Vikuvelta á fasteignamarkaði niður um 70% á milli ára

Vikuveltan á íslenskum fasteignamarkaði fór niður um 70% í síðustu viku ef miðað er við sama tíma á síðasta ári. Alls voru keyptar eignir fyrir 2,2 milljarða í vikunni 18.-24. apríl samkvæmt tölum frá FMR en 7,5 milljarða í sömu viku í fyrra.

Stálkóngurinn Mittal er ríkasti maður Bretlands

Indverski stálkóngurinn Lakshmi Mittal er langríkasti maður Bretlands samkvæmt lista sem breska blaðið The Sunday Times birtir á morgun í heild sinni. Mittal er talinn eiga 27,7 milljarða punda eða um 4050 milljarða íslenskra króna.

Microsoft fatast flug á markaði

Gengi bréfa Microsoft féll um allt að 6,4 prósent á Nasdaq í gær eftir að uppgjör félagsins sýndi fram á 24 prósenta samdrátt í sölu á síðasta ársfjórðungi.

Kólnandi húsnæðismarkaður þrýstir á

neikvæðum lánshæfismatshorfum Íbúðalánasjóðs endurspeglast neikvæðar horfur ríkissjóðs, segir í nýrri umsögn alþjóðlega matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s (S&P). Fyrirtækið sendi í gær frá sér umsögn um stöðu Íbúðalánasjóðs í kjölfar þess að lánshæfi hans var lækkað 17. apríl.

Kaup Nordea í Straumi hækka verð hlutabréfa

Kaup norræna bankans Nordea á sem nemur tæpum 5,5 prósentum heildarhlutafjár í Straumi Fjárfestingarbanka í gærmorgun urðu til þess að nokkur kaupþrýsingur myndaðist og verð bréfanna hækkaði allskarpt. Straumur hækkaði um rúm 3,8 prósent í viðskiptum dagsins.

Vignir í lok dags

Vignir Jónsson sérfræðingur hjá Askar Capital var gestur Sindra Sindrasonar í þættinum Í lok dags í dag.

Móðurfélag Norðuráls tapaði 17 milljörðum

Álframleiðslufyrirtækið Century Aluminum birti í gær uppgjör fyrir 1. ársfjórðung 2008. Nam tap fyrirtækisins alls 232,8 milljónum Bandaríkjadala (17 milljörðum íslenskra króna) eða 5,67 dölum á hlut.

Hagnaður Eik banka nam 122 milljónum íslenskra króna

Eik Banki birti í gær uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung og var þar með fyrsta fjármálafyrirtækið í Kauphöllinni til að birta afkomutölur. Eik banki er með tvíhliða skráningu á Íslandi og í Danmörku en bankinn var skráður á markað í fyrrasumar.

Össur hækkaði mest

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 1,22% í dag. Össur hækkaði mest, eða um 4,92%. SPRON hækkaði um 4,73%, Straumur-Burðarás hækkaði um 3,83%.

Sjá næstu 50 fréttir