Viðskipti erlent

Wrigleys selt á 1700 milljarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mars Inc, fyrirtækið sem framleiðir Snickers og M&M sælgætið, hefur gert kauptilboð í Wrigley fyrirtækið sem framleiðir Juicy Fruit og Doublemint tyggigúmmí. Kaupverðið er um 1700 milljarðar, eftir því sem fram kemur í tilkynningu sem fyrirtækið sendi út í dag.

„Þetta er fyrst og fremst frábær viðskipti sem munu skila hluthöfum í Wrigleys miklum verðmætum," segir Bill Wrigley, stjórnarformaður Wrigleys, í tilkynningu frá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×