Viðskipti innlent

Mosaic tapaði 2,4 milljörðum á síðasta ári

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Derek Lovelock, forstjóri Mosaic Fashion
Derek Lovelock, forstjóri Mosaic Fashion
Tap Mosaic Fashions hf. á nýafstöðnu rekstrarári nemur 30,2 milljónum punda (4,4 milljörðum króna) fyrir skatta. Eftir skatt nemur tap ársins 16,3 milljónum punda (tæplega 2,4 milljörðum króna). Engu að síður jókst sala um 49 prósent.

Viðsnúningur frá fyrra ári er mikill þegar fyrirtækið skilaði 10,7 milljóna punda hagnaði eftir skatta.

Í tilkynningu kemur fram að tap ársins skýrist af niðurgreiðslum lána upp á 12,8 milljónir punda og afskriftum á viðskiptavild, í kjölfar kaupa félagsins á Rubicon Retail. Hagnaður fyrir afskriftir var um tíu milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×