Magasin var með "stórfyrirtækisheilkenni" 27. apríl 2008 08:35 Jón Björnsson, forstjóri Magasin Du Nord Danska blaðið Berlingske Tidende birtir í dag stórt viðtal við Jón Björnsson, forstjóra Magasin du Nord, um þær miklu breytingar sem hann hefur innleitt á þeim rúmum tveimur árum sem hann hefur stýrt þessu fornfræga verslunarhúsi. Þegar Jón Björnsson kom frá Högum á íslandi til Magasin du Nord fyrir rúmum tveimur árum beið hans mikið verkefni. Þetta fornfræga verslunarhús hafði verið rekið með fjögurra milljarða króna tapi árið á undan og því ljóst að taka þurfti verulega til í rekstrinum. Jón lýsti því fljótlega yfir að hann myndi snúa tapi í hagnað á einu og hálfu ári og miðað við þær fréttrir sem berast nú þá virðist það ætla að takast hjá honum. "Við munum sýna góða útkomu. Þetta verður í fyrsta sinn í langan tíma sem hagnaður verður af rekstri Magasin Du Nord," segir Jón í viðtalinu. Fimm grunnreglur Jóns Eitt af fyrstu verkefnum Jóns eftir að hann tók við sem forstjóri var að ganga um verslunarhúsnæðið með stafræna myndavél og taka myndir. Hann safnaði myndunum síðan í möppu til að átta sig betur á því sem þurfti að laga. Þegar hann sýnir möppuna má meðal annars sjá mynd af tugum skópara í háu fjalli á borði þar sem viðskiptavinirnir þurftu sjálfir að para saman hægri og vinstri skó. Þar má líka sjá tómar hillur og stafla af buxum sem eru við það að detta á gólfið. "Ég hef fimm grunnreglur sem ég fylgi eins og þræll. Er varan í hillunni? Er rétta varan í hillunni? Er henni stillt upp á réttan hátt? Er verðið rétt? og að endingu: Er verslunin hrein og snyrtileg? Ég tók myndirnar til að komast að þessu og Magasin féll í það skiptið á öllum fimm," segir Jón. Það þurfti utanaðkomandi mann Jón hefur breytt miklu frá því að hann kom til Magasin Du Nord og hann segist ekki hafa getað það nema af því að hann kom utanfrá. "Þegar ég kom hingað fyrst hafði ég engar tilfinningar til staðarins. Fyrir mér var þetta bara eins og hver annar verslunarrekstur. Og það hefur sýnt sig að það kom mér vel," segir Jón. Hann segir að þegar hann byrjaði komst hann að því að yfirbyggingin hjá félaginu var alltof mikil, upplýsingakerfið skildi eftir sig fleiri spurningar en svör og andataðan við breytingar var mikil. "Magasin leið fyrir það sem ég kalla "stórfyrirtækisheilkenni". Það gerist þegar vörumerkið er stórt en starfsemin er lítil. Magasin var eitt sinn stórt en margir aðrir hafa farið framúr því á undanförnum árum. Samt hegðaði Magasin sér eins og það væri með risastarfsemi, með allri skriffinsku og pólitík sem því fylgir," segir Jón. Hann byrjaði á því að taka duglega til í yfirstjórninni og í dag er stutt á milli hans sjálfs og verslunarstjóranna á gólfinu. Hann gefur sér tíma til þess á hverjum degi að ganga um að ræða við starfsmennina. Segir það mikilvægt til að fylgjast með, sjá hvort útstillingar séu réttar og hvort starfsmenn eyði meira tíma í að tala við aðra starfsmenn en að aðstoða viðskiptavinina. Markmiðið er að gera mig óþarfan Jón segir það ekki vera mikilvægt hver hann er. "Þegar litið er á Magasin sem stærri fyrirtæki en það er í raun og veru þá verður starf forstjóra Magasin líka stærra og mikilvægara en það er. Forstjórinn er alltof mikið í sviðsljósinu. Það skiptir ekki máli hver ég er. Mitt helsta markmið í vinnunni er að gera mig óþarfan með því að búa til frábæran hóp af starfsfólki. Fyrirtækið verður ekki dæmt út frá minni frammistöðu heldur hvernig það gengur þegar ég er farinn," segir Jón. Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Danska blaðið Berlingske Tidende birtir í dag stórt viðtal við Jón Björnsson, forstjóra Magasin du Nord, um þær miklu breytingar sem hann hefur innleitt á þeim rúmum tveimur árum sem hann hefur stýrt þessu fornfræga verslunarhúsi. Þegar Jón Björnsson kom frá Högum á íslandi til Magasin du Nord fyrir rúmum tveimur árum beið hans mikið verkefni. Þetta fornfræga verslunarhús hafði verið rekið með fjögurra milljarða króna tapi árið á undan og því ljóst að taka þurfti verulega til í rekstrinum. Jón lýsti því fljótlega yfir að hann myndi snúa tapi í hagnað á einu og hálfu ári og miðað við þær fréttrir sem berast nú þá virðist það ætla að takast hjá honum. "Við munum sýna góða útkomu. Þetta verður í fyrsta sinn í langan tíma sem hagnaður verður af rekstri Magasin Du Nord," segir Jón í viðtalinu. Fimm grunnreglur Jóns Eitt af fyrstu verkefnum Jóns eftir að hann tók við sem forstjóri var að ganga um verslunarhúsnæðið með stafræna myndavél og taka myndir. Hann safnaði myndunum síðan í möppu til að átta sig betur á því sem þurfti að laga. Þegar hann sýnir möppuna má meðal annars sjá mynd af tugum skópara í háu fjalli á borði þar sem viðskiptavinirnir þurftu sjálfir að para saman hægri og vinstri skó. Þar má líka sjá tómar hillur og stafla af buxum sem eru við það að detta á gólfið. "Ég hef fimm grunnreglur sem ég fylgi eins og þræll. Er varan í hillunni? Er rétta varan í hillunni? Er henni stillt upp á réttan hátt? Er verðið rétt? og að endingu: Er verslunin hrein og snyrtileg? Ég tók myndirnar til að komast að þessu og Magasin féll í það skiptið á öllum fimm," segir Jón. Það þurfti utanaðkomandi mann Jón hefur breytt miklu frá því að hann kom til Magasin Du Nord og hann segist ekki hafa getað það nema af því að hann kom utanfrá. "Þegar ég kom hingað fyrst hafði ég engar tilfinningar til staðarins. Fyrir mér var þetta bara eins og hver annar verslunarrekstur. Og það hefur sýnt sig að það kom mér vel," segir Jón. Hann segir að þegar hann byrjaði komst hann að því að yfirbyggingin hjá félaginu var alltof mikil, upplýsingakerfið skildi eftir sig fleiri spurningar en svör og andataðan við breytingar var mikil. "Magasin leið fyrir það sem ég kalla "stórfyrirtækisheilkenni". Það gerist þegar vörumerkið er stórt en starfsemin er lítil. Magasin var eitt sinn stórt en margir aðrir hafa farið framúr því á undanförnum árum. Samt hegðaði Magasin sér eins og það væri með risastarfsemi, með allri skriffinsku og pólitík sem því fylgir," segir Jón. Hann byrjaði á því að taka duglega til í yfirstjórninni og í dag er stutt á milli hans sjálfs og verslunarstjóranna á gólfinu. Hann gefur sér tíma til þess á hverjum degi að ganga um að ræða við starfsmennina. Segir það mikilvægt til að fylgjast með, sjá hvort útstillingar séu réttar og hvort starfsmenn eyði meira tíma í að tala við aðra starfsmenn en að aðstoða viðskiptavinina. Markmiðið er að gera mig óþarfan Jón segir það ekki vera mikilvægt hver hann er. "Þegar litið er á Magasin sem stærri fyrirtæki en það er í raun og veru þá verður starf forstjóra Magasin líka stærra og mikilvægara en það er. Forstjórinn er alltof mikið í sviðsljósinu. Það skiptir ekki máli hver ég er. Mitt helsta markmið í vinnunni er að gera mig óþarfan með því að búa til frábæran hóp af starfsfólki. Fyrirtækið verður ekki dæmt út frá minni frammistöðu heldur hvernig það gengur þegar ég er farinn," segir Jón.
Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent