Viðskipti innlent

Kaup Nordea í Straumi hækka verð hlutabréfa

Óli Kristján Ármannsson skrifar
William Fall forstjóri Straums Straumur birtir tölur um afkomu fyrsta ársfjórðungs þessa árs í næstu viku.
William Fall forstjóri Straums Straumur birtir tölur um afkomu fyrsta ársfjórðungs þessa árs í næstu viku. Fréttablaðið/GVA
Kaup norræna bankans Nordea á sem nemur tæpum 5,5 prósentum heildarhlutafjár í Straumi Fjárfestingarbanka í gærmorgun urðu til þess að nokkur kaupþrýsingur myndaðist og verð bréfanna hækkaði allskarpt. Straumur hækkaði um rúm 3,8 prósent í viðskiptum dagsins.

Alls keypti Nordea 5.690.000 hluti á gengi sem hljóp á bilinu 12,31 til 12,71 í 11 færslum á tæpum hálftíma frá klukkan rúmlega 10 um morguninn. Markaðsvirði hlutanna nemur tæplega 71 milljón króna. Er talið að bankinn hafi verið að loka skortstöðum fyrir hönd viðskiptavina, en slíkar aðstæður getur verð hækkað skarpt þegar eftirspurn eftir bréfum eykst skyndilega. Bankinn hefur lokað nokkrum slíkum stöðum á íslenska markaðnum undanfarna daga, bæði í Straumi og Landsbankanum.

Verð hlutabréfa Straums hækkaði lítillega eftir kauphrinu Nordea og endaði í 12,73 krónum á hlut. Alls skiptu rúmlega 62 milljónir hluta um hendur í viðskiptum dagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×