Viðskipti innlent

Loks hyllir í hagnað af rekstri Magasin du Nord

Jón Björnsson, forstjóri Magasin du Nord
Jón Björnsson, forstjóri Magasin du Nord

Jón Björnsson, forstjóri Magasin du Nord, sem er í eigu Baugs, segir að nú sjái menn þar á bæ loksins fram á hagnað eftir mögur ár með töluverðu tapi.

Í viðtali við Berlingske Tidende segir Jón að síðasta reikningsár, sem lauk í febrúar muni skila hagnaði. "Við munum sýna góða útkomu. Þetta verður í fyrsta sinn í lagnan tíma sem hagnaður er á rekstri verslunarmiðstöðvarinnar," segir Jón.

Jón segir að salan hafi aukist um sjö prósent og er heildarveltan um 28 milljarðar íslenskra króna.

Þrátt fyrir að reksturinn skili hagnaði er samt gert ráð fyrir að heildarútkoma Magasin du Nord verði tap þar sem afskriftir nema um 1,5 milljarði.

Og Jón er bjartsýnn á árið 2008. Hann segir að fyrstu fjórir mánuðir ársins hafi verið mjög góðir, sérstaklega febrúar og apríl þar sem salan jókst um 17 og 21% frá fyrra ári.

Þegar Jón tók við starfi forstjóra Magasin du Nord var tap félagsins árið á undan rúmir fjórir milljarðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×