Viðskipti innlent

Forsendur kjarasamninga brostnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Páll Pálsson formaður VR.
Gunnar Páll Pálsson formaður VR.

„Ef fram fer sem horfir eru forsendur kjarasamninga brostnar," segir Gunnar Páll Pálsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Verðbólgan eykst enn og samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun er 12 mánaða verðbólga komin í 11,8%. Gunnar bendir á að kjarasamningar verði ekki teknir til endurskoðunar fyrr en í febrúar á næsta ári.

„Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé mikið áhyggjuefni," segir Gunnar Páll í samtali við Vísi. Hann segir að engar skýrar lausnir séu á borðum en til þurfi að koma samvinna stjórnvalda, launþega og atvinnurekenda. „Við viljum fyrst og fremst að menn komi saman og lýsi yfir vilja til að vinna í málunum," segir Gunnar Páll.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×