Viðskipti innlent

Lex flytur í nýtt og stærra húsnæði

Lögmannsstofan Lex hefur flutt í nýtt og stærra húsnæði að Borgartúni 26. Fór flutningurinn fram í síðustu viku.

Lex var áður til húsa á tveggja hæða 1.000 fm húsnæði í Sundagörðum en flytur nú á eina hæð í 1.600 fm í Borgartúni.

Þórunn Guðmundsdóttir hrl., einn eigenda Lex segir að nýja húsnæðið sé "alveg æðislegt" og talsvert rýmra en fyrra húsnæðið. "Og svo er þetta vinnuvænt rými með afbrigðum," segir Þórunn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×