Viðskipti erlent

Microsoft fatast flug á markaði

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Bill Gates „Hvað er að ske?“ gæti stofnandi Microsoft verið að segja á þessari mynd, en fyrirtækinu fataðist heldur flugið á hlutabréfamarkaði í gær.
Bill Gates „Hvað er að ske?“ gæti stofnandi Microsoft verið að segja á þessari mynd, en fyrirtækinu fataðist heldur flugið á hlutabréfamarkaði í gær.
Gengi bréfa Microsoft féll um allt að 6,4 prósent á Nasdaq í gær eftir að uppgjör félagsins sýndi fram á 24 prósenta samdrátt í sölu á síðasta ársfjórðungi.

Greint er frá því í frétt Bloomberg að tekjur fyrirtækisins af Windows stýrikerfinu kunni að verða minni en greinendur hafa gert ráð fyrir. Gengi bréfa Microsoft féll í rétt tæpa 29,77 dali á hlut í fyrstu viðskiptum, sem er mesta lækkun bréfanna í tvo mánuði, en náðu sér svo á strik aftur.

Microsoft bendir á að hugbúnaðarþjófnaður sé algengur á nýmörkuðum, þar sem mest aukning hefur orðið í sölu vélbúnaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×