Viðskipti erlent

BP og Shell skiluðu yfir þúsund milljarða króna hagnaði

Bresku olíufélögin BP og Shell skiluðu samanlagt vel yfir þúsund milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi ársins.

Hagnaður Shell nam rúmlega 7,7 milljörðum dollara en hagnaður BP var aðeins minni eða 6,6 milljarðar dollara. Aukningin hjá Shell nam 12% miðað við sama tímabil í fyrra en aukning hjá BP var heil 50%.

Í breskum fjölmiðlum í morgun er leitt líkum að því að þessi risahagnaður olíufélaganna tveggja muni koma verulega við kaunin á almenningi í Bretlandi sem þurft hefur að horfa upp á stöðugt hækkandi bensín og díselolíuverð á undanförnum mánuðum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×