Björgólfur Thor sá 29. ríkasti í Bretlandi Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifar 27. apríl 2008 01:19 Björgólfur Thor Björgólfsson Björgólfur Thor Björgólfsson er í 29. sæti á lista yfir ríkustu menn Bretlands sem Sunday Times birtir í dag. Eignir Björgólfs Thors eru metnar á 2,07 milljarða punda eða um 300 milljarða íslenskra króna miðað við lokagengi pundsins á föstudag. Björgólfur Thor fellur eilítið á listanum frá því í fyrra en þá var hann í 23. sæti. Eignir hans þá voru metnar örlítið minni heldur en í ár eða um 2,04 milljarðar punda. Björgólfur Thor hefur ekki farið varhluta af hlutabréfalækkun á íslenskum markaði og þannig hafa bréf hans og föður hans Björgólfs Guðmundssonar í Landsbankanum og Straumi-Burðarás rýrnað verulega. Á móti kemur að Björgólfur Thor seldi hlut sinn í búlgarska fjarskiptafyrirtækinu BTC á síðasta ári og hagnaðist um 60 milljarða á þeirri sölu. Björgólfur Thor var á dögunum í 307. sæti yfir ríkustu menn heims í úttekt Forbes-tímaritsins.Hátt fall hjá BakkabræðrumBræðurnir Lýður og Ágúst GuðmundssynirLíkt og undanfarin ár eru aðeins þrír Íslendingar á listanum yfir 1000 ríkustu einstaklinga Bretlands. Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir eru saman í 213. sæti á listanum með eignir upp á 410 milljónir punda eða um 59 milljarða íslenskra króna.Í fyrra voru þeir í 53. sæti og voru eignir þeirra þá metnar á nær þrefalt hærri upphæð eða um 1,2 milljarða punda. Eina ástæðan fyrir miklu falli Bakkabræðra er að sjálfsögðu gengi Exista þar sem þeir bræður eiga um 45% hlut. Gengi þess félagsins hefur fallið um 60% á því ári sem liðið hefur frá síðasta lista Sunday Times. Fyrir tveimur árum voru þeir bræður í 103. sæti með eignir upp á 532 milljónir punda.Sunday Times birtir ekki listann yfir 2000 ríkustu einstaklinga Bretlands á vef sínum fyrr en á þriðjudag en hér má sjá þá 150 ríkustu. Tengdar fréttir Stálkóngurinn Mittal er ríkasti maður Bretlands Indverski stálkóngurinn Lakshmi Mittal er langríkasti maður Bretlands samkvæmt lista sem breska blaðið The Sunday Times birtir á morgun í heild sinni. Mittal er talinn eiga 27,7 milljarða punda eða um 4050 milljarða íslenskra króna. 26. apríl 2008 07:12 Amy forrík þrátt fyrir sukkið Endalaust sukk, líkamsárásir og meðferðir virðast ekki hafa haft tilfinnnanleg áhrif á fjármál vandræðabarnsins Amy Winehouse. Söngkonan er metin á tíu milljónir punda, eða tæpan einn og hálfan milljarð króna, og situr nú í fyrsta sinn á lista Sunday Times yfir ríkustu ungu tónlistarmennina. Hann mælir auðæfi breskra tónlistamanna undir þrítugu. 25. apríl 2008 11:05 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson er í 29. sæti á lista yfir ríkustu menn Bretlands sem Sunday Times birtir í dag. Eignir Björgólfs Thors eru metnar á 2,07 milljarða punda eða um 300 milljarða íslenskra króna miðað við lokagengi pundsins á föstudag. Björgólfur Thor fellur eilítið á listanum frá því í fyrra en þá var hann í 23. sæti. Eignir hans þá voru metnar örlítið minni heldur en í ár eða um 2,04 milljarðar punda. Björgólfur Thor hefur ekki farið varhluta af hlutabréfalækkun á íslenskum markaði og þannig hafa bréf hans og föður hans Björgólfs Guðmundssonar í Landsbankanum og Straumi-Burðarás rýrnað verulega. Á móti kemur að Björgólfur Thor seldi hlut sinn í búlgarska fjarskiptafyrirtækinu BTC á síðasta ári og hagnaðist um 60 milljarða á þeirri sölu. Björgólfur Thor var á dögunum í 307. sæti yfir ríkustu menn heims í úttekt Forbes-tímaritsins.Hátt fall hjá BakkabræðrumBræðurnir Lýður og Ágúst GuðmundssynirLíkt og undanfarin ár eru aðeins þrír Íslendingar á listanum yfir 1000 ríkustu einstaklinga Bretlands. Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir eru saman í 213. sæti á listanum með eignir upp á 410 milljónir punda eða um 59 milljarða íslenskra króna.Í fyrra voru þeir í 53. sæti og voru eignir þeirra þá metnar á nær þrefalt hærri upphæð eða um 1,2 milljarða punda. Eina ástæðan fyrir miklu falli Bakkabræðra er að sjálfsögðu gengi Exista þar sem þeir bræður eiga um 45% hlut. Gengi þess félagsins hefur fallið um 60% á því ári sem liðið hefur frá síðasta lista Sunday Times. Fyrir tveimur árum voru þeir bræður í 103. sæti með eignir upp á 532 milljónir punda.Sunday Times birtir ekki listann yfir 2000 ríkustu einstaklinga Bretlands á vef sínum fyrr en á þriðjudag en hér má sjá þá 150 ríkustu.
Tengdar fréttir Stálkóngurinn Mittal er ríkasti maður Bretlands Indverski stálkóngurinn Lakshmi Mittal er langríkasti maður Bretlands samkvæmt lista sem breska blaðið The Sunday Times birtir á morgun í heild sinni. Mittal er talinn eiga 27,7 milljarða punda eða um 4050 milljarða íslenskra króna. 26. apríl 2008 07:12 Amy forrík þrátt fyrir sukkið Endalaust sukk, líkamsárásir og meðferðir virðast ekki hafa haft tilfinnnanleg áhrif á fjármál vandræðabarnsins Amy Winehouse. Söngkonan er metin á tíu milljónir punda, eða tæpan einn og hálfan milljarð króna, og situr nú í fyrsta sinn á lista Sunday Times yfir ríkustu ungu tónlistarmennina. Hann mælir auðæfi breskra tónlistamanna undir þrítugu. 25. apríl 2008 11:05 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Sjá meira
Stálkóngurinn Mittal er ríkasti maður Bretlands Indverski stálkóngurinn Lakshmi Mittal er langríkasti maður Bretlands samkvæmt lista sem breska blaðið The Sunday Times birtir á morgun í heild sinni. Mittal er talinn eiga 27,7 milljarða punda eða um 4050 milljarða íslenskra króna. 26. apríl 2008 07:12
Amy forrík þrátt fyrir sukkið Endalaust sukk, líkamsárásir og meðferðir virðast ekki hafa haft tilfinnnanleg áhrif á fjármál vandræðabarnsins Amy Winehouse. Söngkonan er metin á tíu milljónir punda, eða tæpan einn og hálfan milljarð króna, og situr nú í fyrsta sinn á lista Sunday Times yfir ríkustu ungu tónlistarmennina. Hann mælir auðæfi breskra tónlistamanna undir þrítugu. 25. apríl 2008 11:05
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent