Viðskipti innlent

Össur skilaði ágætu uppgjöri

Össur skilaði ágætu uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaður nam 6,7 milljónum dollara eða tæplega 500 milljónum króna.

Á sama tímabili í fyrra varð tap upp á 2,7 milljónir dollara eða um 200 milljónir króna.

Jón Sigurðsson forstjóri félagsins segir í tilkynningu um uppgjörið að þeir séu ánægðir með niðurstöðuna.

„Evrópa og Asía sýna mjög góðan vöxt, bæði í stoðtækjum og spelkum og stuðningsvörum. Salan á stoðtækjum heldur áfram að vaxa umfram vöxt markaðarins, sem staðfestir sterka stöðu Össurar á þessum markaði," segir Jón Sigurðsson.

„Salan á spelkum og stuðningsvörum í Bandaríkjunum er minni en vonir stóðu til en stjórnendur hafa trú á því að viðsnúningur sé í sjónmáli. Helstu áherslur ársins 2008 eru að auka arðsemi, áframhaldandi nýting á dreifileiðum fyrirtækisins fyrir nýjar vörur, sem og að hagræða í vörulínu fyrirtækisins í spelkum og stuðningsvörum. Nú þegar hafa verið sett af stað mikilvæg verkefni þessu til stuðnings."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×