Viðskipti innlent

Kaupa kökugerð í Hong Kong og ítalska pizzugerð

Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, og Ágúst Guðmundsson forstjóri.
Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, og Ágúst Guðmundsson forstjóri.

Bakkavör tilkynnti í dag um kaup á tveimur fyrirtækjum, köku- og brauðframleiðandann La Rose Niore frá Hong Kong og ítalska pizzugerðinni Italpizza. Kaupverðið er trúnaðarmál í báðum tilfellum.

Bæði þessi fyrirtæki eiga styrkja rekstur Bakkavarar verulega. Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir í tilkynningunni að kaupin á La Rose Niore muni styrkja rekstur Bakkavarar í Asíu enn frekar ásamt því að auka vöruúrvalið.

Kaupin á Italpizza marka hins vegar upphaf starfsemi Bakkavarar á Ítalíu að sögn Ágústar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×