Viðskipti erlent

Stálkóngurinn Mittal er ríkasti maður Bretlands

Stálkóngurinn Lakshmi Mittal er langríkastur á Bretlandi
Stálkóngurinn Lakshmi Mittal er langríkastur á Bretlandi

Indverski stálkóngurinn Lakshmi Mittal er langríkasti maður Bretlands samkvæmt lista sem breska blaðið The Sunday Times birtir á morgun í heild sinni. Mittal er talinn eiga 27,7 milljarða punda eða um 4050 milljarða íslenskra króna. Þetta er fjórða árið í röð sem Mittal er efstur á lista The Sunday Times.

Rússinn Roman Abramovich, sem á meðal annars enska úrvalsdeildarliðið Chelsea er annar á listanum en hann er talinn eiga 11,7 milljarða punda eða um 1700 milljarða íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×