Viðskipti innlent

Skuldatryggingarálagið komið undir 400 punkta

Skuldatryggingarálagið hjá stóru bönkunum þremur fór undir 400 punkta hjá þeim öllum í morgun. Og hjá ríkissjóði fór það vel undir 200 punkta.

Lægri mörkin hjá bönkunum í morgun voru 375 punktar hjá Glitni, 350 punktar hjá Kaupþingi og 250 punktar hjá Landsbankanum. Lægri mörkin hjá ríkissjóði fóru niður í 120 punkta.

Ingólfur, Bender forstöðumaður greiningar Glitnis, segir að þetta sé að sjálfsögðu jákvæð þróun fyrir bankana. ,,Og þetta endurspeglar þar sem hefur verið að gerast í þessum efnum á mörkuðunum erlendis," segir Ingólfur.

Intrax-vísitalan sem mælir skuldatryggingaálag hjá evrópskum bönkum hefur lækkað töluvert að undanförnu og er nú í 62 til 64 stigum. Sambærileg vísitala í Bandaríkjunum hefur einnig farið lækkandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×