Viðskipti innlent

Sex ára syni mínum finnst þetta ekki leiðinlegt

Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifar
Guðjón Karl Reynisson ásamt eiginkonu sinni Lilju Arnórsdóttur.
Guðjón Karl Reynisson ásamt eiginkonu sinni Lilju Arnórsdóttur. MYND/ÚR EINKASAFNI

"Þetta er ofboðslega spennandi og stórt og mikið tækifæri fyrir mig," segir Guðjón Karl Reynisson, nýráðinn forstjóri breska leikfangarisans Hamley´s, í samtali við Vísi.

Greint frá því á miðvikudag að Guðjón Karl, sem var áður framkvæmdastjóri 10/11, hefði verið ráðinn í forstjórastól Hamley´s. Þegar Vísir ræddi við Guðjón Karl í dag hafði hann nýlokið við fyrsta vinnudaginn og sagði að sér hefði verið vel. "Bretar eru mjög kurteisir og vingjarnlegir. Þeir eru bara spenntir fyrir því að fá skrýtinn Íslending í hópinn," segir Guðjón.. Hann segir mikla vinnu framundan við að stækka félagið sem hyggjur meðal annars á landvinninga í Asíu. Guðjón bendir á Hamley's eigi sér mikla sögu og að aðalbúðin í London sé eitt af tíu þekktustu kennileitum borgarinnar á meðal ferðamanna.

Guðjón er fluttur út og er í þessum skrifuðu orðum að koma sér fyrir á nýju heimili í London. Fjölskyldan kemur út að loknum skóla í júní.

Og þótt Guðjón sé spenntur fyrir nýju starfi þá er annar fjölskyldumeðlimur sem gladdist jafnvel enn meira. Sonur Guðjóns er sex ára og fyrir unga herramenn eins og hann er það væntanlega toppurinn að eiga pabba sem er forstjóri leikfangaverslunar. "Honum finnst þetta ekkert sérstaklega leiðinlegt," segir Guðjón og hlær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×