Fleiri fréttir

Græn ljós kviknuðu á síðustu metrunum

Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum tók kipp upp á við á síðasta hálftímanum sem markaðir voru opnir vestanhafs í dag. Stærstan þátt í viðsnúningnum á á CNBC sjónvarpsfréttastöðin vestra, sem greindi frá því skömmu fyrir lokun markaða að snemma í næstu viku verði greint frá jákvæðum fréttum sem komi skuldatryggingafyrirtækinu Ambac Financial Group til bjargar.

365 lækkaði mest í Kauphöllinni í dag

365 hf. lækkaði mest í dag af þeim fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands en gengi félagsins lækkaði um 2,47 prósent. 11 önnur félög lækkuðu í dag, Icelandair um 1,94 prósent, Century Aluminum um 1,39 prósent og Straumur-Burðarás fór niður um 1,38 prósent.

Gámaþjónustan í útrás í Lettlandi

Gámaþjónustan hefur náð töluverðri fótfestu á markaði í Lettlandi. Fyrirtækið hefur nú á einu ári keypt nokkur fyrirtæki á sviði sorphreinsunar og endurvinnslu og um mánaðarmótin síðustu bættist enn eitt í safnið, SIA Eko Kurzeme. Sveinn Hanneson, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar, segir í samtali við Vísi að í Lettlandi felist tækifæri þar sem landið þarf að uppfylla harðari kröfur í þessum efnum nú þegar Lettar hafa gengið í Evrópusambandið.

Jón Karl verður forstjóri JetX/Primera Air

Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur verið ráðinn forstjóri JetX/Primera Air sem ferðaþjónustufyrirtækið Primera Travel Group rekur.

Úrvalsvísitalan undir 5.000 stigin

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,90 prósent í Kauphöll Íslands í dag og fór hún undir 5.000 stigin eftir hádegi í dag. Vísitalan stendur nú í 4.990 stigum og hefur fallið um rétt rúmt 21 prósent frá áramótum.

Loðnustoppið veikir gengi krónunnar

Þau tíðindi að loðnuveiðum hefur verið hætt eru á meðal þeirra áhrifaþátta sem toga krónuna niður nú í vikunni en uppskerubrestur loðnuvertíðarinnar hefur í för með sér minnkandi útflutningstekjur og í kjölfarið versnandi hagvaxtarhorfur.

Enn ein mínusbyrjun í kauphöllinni

Ekkert félag hefur hækkað í fyrstu viðskiptunum í kauphöllinni í morgun. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,45% og stendur nú í 5.011 stigum.

Atorka Group hagnaðist um 8 milljarða á síðasta ári

Hagnaður móðurfélags Atorku Group eftir skatta á árinu 2007 var 8.141 milljónir króna. Hagnaður eftir skatta á fjórða ársfjórðungi var 1.371 milljónir króna. Heildareignir í lok árs voru um 62.325 milljónir króna, jukust um 45% á milli ára.

Stórfelldar breytingar hjá Skífunni

Verslun Skífunnar í Smáralind verður lokað um næstu mánaðamót. Um leið verður sala á tónlist í verslunum BT færð undir nýtt merki Skífunnar Express. Þá er áformað að opna „tónlistarkaffihús“ tengt Skífunni á Laugavegi fyrir sumarið.

Heppni hjá Fons

„Þetta var heppni og reynsla,“ segir Pálmi Haraldsson, stærsti hluthafi Fons, en félagið skilaði um fimm milljarða króna hagnaði í fyrra. Rekstrarhagnaður var um sjö milljarðar króna og námu heildar­eignir félagsins hundrað milljörðum í árslok.

Hagnaður Icelandair tekur dýfu

Hagnaður Icelandair Group dróst verulega saman á milli ára í fyrra. Hagnaðurinn nam 257 milljónum króna á árinu samanborið við 2,6 milljarða í hitteðfyrra. Þá tapaði félagið 780 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi samanborið 551 milljóna króna tap á sama tíma árið á undan.

Fjárfestar óttast samdráttarskeið

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag en fjárfestar þar telja nú meiri líkur en minni á því að samdráttarskeið sé yfirvofandi vestanhafs.

Atlantic Airways á uppleið í Kauphöllinni

Færeyingarnir hjá flugfélaginu Atlantic Airways flugu upp um sex prósent prósent við upphaf viðskipta í Kauphöll Íslands í dag en afkomutölur félagsins fyrir síðasta ár voru birtar í gær. Félagið skilaði hagnaði upp á jafnvirði 312 milljóna íslenskra króna í fyrra, sem er besta ár í sögu Atlantic Airways.

Umdeildur greinandi óttast ekki um starf sitt

David Karsbøl hjá greiningadeild Saxobank í Danmörku segist ekki óttast um starf sitt þrátt fyrir hörð viðbrögð vegna álits sem hann gaf á íslensku bönkunum. Danska blaðið Börsen hafði eftir David að Kaupþing og aðir íslenskir bankar stefndu í gjaldþrot.

Kostar 2,50 að slá eina krónu

Það kostar 2,50 krónur að slá eina íslenska krónu samkvæmt upplýsingum frá Ingvari Alfreð Sigfússyni, rekstrarstjóra Seðlabankans. Ástæðan fyrir dýrum slætti er mikil hækkun á málmi á undanförnum misserum.

Kaupþing einn af helstu fjármögnunaraðilum Saxo

„Hann er annaðhvort fáfróður eða heimskur um Kaupþing, greinandi Saxo sem heldur því fram að Kaupþing og hinir íslensku bankarnir séu að verða gjaldþrota," segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings. Samkvæmt heimildum Markaðarins er Kaupþing einn af helstu fjármögnunaraðilum Saxo en Sigurður vildi þó ekki tjá sig eða staðfesta það.

Kaupþing á hausinn og Ron Paul í Hvíta húsið

Spádómur Davids Karsbol um válegar framtíðarhorfur hjá Kaupþingi hafa vakið hörð viðbrögð Sigurðar Einarssonar forstjóra Kaupþings. Sigurður sagði í viðtali við danska viðskiptablaðið Börsen að mat Karsbol skýrðist annað hvort af heimsku eða algerri fáfræði um íslenskt viðskiptalíf. Hann virðist þó ekki þurfa að hafa áhyggjur ef mið er takið af fyrri spádómum Karsbol.

Mjólka kaupir Vogabæ

Mjólka hefur fest kaup á matvælafyrirtækinu Vogabæ, sem er einna þekktast fyrir Vogaídýfurnar, og hefur mjólkurstöð Mjólku verið flutt í verksmiðjuhúsnæði Vogabæjar í Hafnarfirði.

Róleg byrjun í kauphöllinni

Það hefur verið róleg byrjun í kauphöllinni í morgun. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,22% og stendur nú í 5.071 stigum.

Baldur Guðnason hættir hjá Eimskip

Baldur Guðnason, forstjóri Hf. Eimskipafélags Íslands hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu að eigin ósk og hættir störfum hjá félaginu frá og með deginum í dag. Stefán Ágúst Magnússon, sem verið hefur aðstoðarforstjóri félagsins undanfarin ár, mun sinna starfi forstjóra þar til annað verður tilkynnt.

Stórfelldur samdráttur hjá Société Generale

Franski bankinn Socété Generale hagnaðist um 947 milljónir evra, jafnvirði 94 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári þrátt fyrir að 4,9 milljarðar evra hafi verið strikaðar út úr bókum bankans vegna taps verðbréfamiðlarans fyrrverandi, Jeróme Kerviels. Þetta er engu að síður 82 prósenta samdráttur á milli ára.

Heimskir eða fáfróðir

Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður Kaupþings, vandar greiningaraðila hjá Saxo Bank ekki kveðjurnar en sá taldi allt eins líklegt að Kaupþing yrði gjaldþrota fyrir árslok.

Sextán félög lækkuðu í dag

Sextán félög lækkuðu í Kauphöllinni í dag á meðan fimm hækkuðu. Mest var lækkun á bréfum Exista sem fór niður um 2,09 prósent. Eimskip kom þar á eftir með 1,84 prósent og FL Group lækkaði um 1,57 prósent.

Býst við gjaldþroti íslenskra banka

Davis Karsbøl yfirmaður greiningardeildar Saxo bankans segir á fréttavef Børsen að líkur á því að Kaupþing verði gjaldþrota hafi aldrei verið meiri. Hann telur að komandi ár eftir að reynast íslensku bönkunum erfitt og segist ekki verða undrandi ef einn eða tveir stóru íslensku bankanna verði gjaldþrota fyrir árslok. Kaupþing sé þar líklegastur þar sem hann hafi orðið verst úti með tilliti til skuldatryggingarálags bankans sem hafi aldrei verið hærra.

Mesti hagnaður í 20 ára sögu Atlantic Airways

Hagnaður Atlantic Airways nam um 390 milljónum kr. fyrir skatta á síðasta ári. Í tilkynningu um uppgjörið segir að árið í fyrra hafi verið gott ár hjá flugfélaginu raunar það besta í 20 ára sögu félagsins.

Færeyjabanki fellur um fimm prósent

Gengi hlutabréfa í Föroya banka féll um rétt rúm fimm prósent í Kauphöllinni í dag. Það stendur nú í 129 dönskum krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Að öðru leyti hefur verið lækkun í Kauphöllinni líkt og víðar í evrópskum kauphöllum í dag.

Lánamarkaðir eru í raun lokaðir fyrir íslensku bankana

Oliver Johnson sérfræðingur í lánaráðgjöf hjá Barclay´s Capital í London segir að alþjóðlegir lánamarkaðir séu í raun lokaðir íslenskum bönkum í augnablikinu. Í samtali við Vísir segir Oliver að bæði sé um að ræða að fjárfestar vilji ekki lána íslensku bönkunum vegna áhyggna af íslensku efnahagslífi og hinsvegar vilji bankarnir sjálfir ekki taka lán á þeim kjörum sem þeim bjóðast í dag.

Greining Kaupþings spáir 6% verðbólgu

Greining Kaupþings spáir 0,6% hækkun á vísitölu neysluverðs í febrúar. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 6% samanborið við 5,8% í janúar.

Kraftur í handverkinu

Í Handverkshúsinu í Hafnarfirði má finna allt sem þarf til handverks; allt frá námskeiðum til verkfæra. Jón Skaftason spjallaði við Þorstein Jónsson eiganda.

Fjármálageirinn: Gallarnir sniðnir af frumvarpinu

„Varla fæst staðist að svipta menn þessum rétti afturvirkt,“ sagði Sigurjón Högnason, lögfræðingur hjá KPMG, um gildis­töku frumvarps um söluhagnað á hlutabréfum, á skattaráðstefnu fyrirtækisins sem haldin var á Grand hóteli á dögunum.

Kúabúin á hausinn?

„Ekki er fyrirsjáanlegt að mörg kúabú verði rekstrarhæf miðað við núverandi mjólkurverð,“ segir Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda. „Þetta er því miður staðreyndin.“ Hann segir bændur uggandi yfir stöðunni og þeir spyrji hvenær þeir fái leiðréttingar á mjólkurverði til sín, vegna hækkana á kostnaði við framleiðsluna. „Þær eiga sér sennilega ekkert fordæmi.“

Vatnið sækir á

„Vatnið er komið til að vera. Þetta er ekki lengur spurning um hvort heldur hversu stórt það verður,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, sem selur átappað vatn á flöskum undir merkjum Icelandic Glacial úti um allan heim.

FL Group hreinsar út fortíðardrauga fyrir framtíðina

Fjárfestingarfélagið FL Group skilaði mesta tapi Íslandssögunnar á síðasta ári. Í kjölfar umfangsmikilla sviptinga á stærstu hluthöfum félagsins í ólgusjó á fjármálamörkuðum leitaði félagið í var.

Bankahólfið: Allt í salti

Talsverðar breytingar hafa orðið í kjölfar vorhreingerninga innan­dyra hjá FL Group eftir að nýir menn settust við stýrið. Jóni Sigurðssyni, forstjóra félagsins, var á uppgjörsfundi félagsins í síðustu viku tíðrætt um niðursveifluna á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en dýfan varð meðal annars til þess að hlutafjáraukning á genginu 14,7 krónur á hlut, sem fyrirhuguð var á á fyrri helmingi ársins, var sett í salt.

Úttekt á öllu klabbinu

Viðskiptaráð hefur lagt til að peningastefnan verði endurskoðuð. Það hafa aðrir gert, til að mynda Friðrik Már Baldursson prófessor. Ingimundur Friðriksson Seðlabankastjóri sagðist í samtali við Markaðinn ekki fráhverfur því. Stjórnmálamenn virðast ekki alveg fráhverfir því heldur.

Krónan kallar á reglulega jarðskjálfta

Krónan nær aldrei fullkomnum stöðugleika að mati viðmælenda Markaðarins. Það sé í eðli smárrar myntar að sveiflast. Ná megi meira jafnvægi, en bent er á að stöndugri gjaldmiðlar sveiflist einnig. Kallað er eftir endurskoðun á peningastefnu Seðlabankans. Viðhorf stjórnmálamanna til þess eru mismunandi. Lektor við Háskólann í Reykjavík telur að strax eigi að grípa til aðgerða til að auka gjaldeyrisforðann.

Hlutabréf niður og olíuverð í methæðir

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag eftir að heimsmarkaðsverð á hráolíu fór yfir hundrað dali á tunnu. Verðið hefur aldrei verið hærra í enda dags.

Alfesca hagnast um tvo milljarða fyrstu sex mánuðina

Hagnaður matvælafyrirtækisins Alfesca fyrstu sex mánuði fjárhagsárs fyrirtækisins nam 23,3 milljónum evra, eða rúmum tveimur millljörðum íslenskra króna. Það er hækkun um 31,9 prósent samkvæmt tilkynnngu frá félaginu. Forstjóri fyrirtækisins, sem er að mestu í eigu Ólafs Ólafssonar sem oftast er kenndur við Samskip, segist ánægður með afkomuna.

Rólegur dagur í Kauphöll en Úrvalsvísitalan lækkaði nokkuð

Fremur rólegt var í Kauphöllinni í dag en þar lækkuðu átta félög um leið og fjögur hækkuðu. Þó lækkaði Úrvalsvísitalan, um 1,22 prósent. Mesta lækkun varð á bréfum Exista, um 2,23 prósent og Kaupþings, með 1,85 prósent. Teymi hf. hækkaði um 0,75 prósent og sömu sögu er að segja af Marel.

Sjá næstu 50 fréttir