Viðskipti innlent

Atorkuforstjóri með 117 milljónir í laun og bónusa

Magnús Jónsson, forstjóri Atorku
Magnús Jónsson, forstjóri Atorku

Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group, fékk rétt rúmar 117 milljónir í laun og bónusa árið 2007 samkvæmt ársskýrslu félagsins sem birt var í morgun.

Magnús, sem skilaði góðu búi og átta milljarða króna hagnaði, fékk því rétt tæpar 10 milljónir á mánuði.

Þorsteinn Vilhelmsson, stjórnarformaður og stærsti hluthafi Atorku Group, fékk 6,7 milljónir í laun fyrir stjórnarformennskuna.

Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens, sem er dótturfélag Atorku Group, var með rúmar 33 milljónir í árslaun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×