Viðskipti innlent

Atorka Group hagnaðist um 8 milljarða á síðasta ári

Hagnaður móðurfélags Atorku Group eftir skatta á árinu 2007 var 8.141 milljónir króna. Hagnaður eftir skatta á fjórða ársfjórðungi var 1.371 milljónir króna. Heildareignir í lok árs voru um 62.325 milljónir króna, jukust um 45% á milli ára.

 

Magnús Jónsson forstjóri Atorku Group segir í tilkynningu um uppgjörið að afkoma Atorku fyrir árið 2007 hafi verið góð þrátt fyrir krefjandi

markaðsaðstæður.

„Atorka innleysti verulegan hagnað með sölu á einu af

fjárfestingarverkefnum sínum. Jafnframt fjárfesti félagið í nýju

verkefni, Geysir Green Energy og er í dag stærsti hluthafi þess með

um 44% hlut. Innan Geysis er unnið að fjölda verkefna í Evrópu, Asíu

og Ameríku og hefur félagið sterka stöðu til þess að verða leiðandi í

nýtingu á jarðvarma í heiminum," segir Magnús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×