Viðskipti innlent

Mesti hagnaður í 20 ára sögu Atlantic Airways

Hagnaður Atlantic Airways nam um 390 milljónum kr. fyrir skatta á síðasta ári. Í tilkynningu um uppgjörið segir að árið í fyrra hafi verið gott ár hjá flugfélaginu raunar það besta í 20 ára sögu félagsins.

Fram kemur að hagnaðurinn eftir skatta nemur 312 milljónum kr, og að hluthöfum verði borgaður 78 milljón kr. arður. Um er að ræða sexföldun á hagnaði félagsins frá árinu 2006. Helmingur tekna félagsins er af innanlandsflugi í Færeyjum og helmingur af utanlandsfluginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×