Úttekt á öllu klabbinu 20. febrúar 2008 00:01 Geir H. Haarde Allar góðar hugmyndir vel þegnar. Viðskiptaráð hefur lagt til að peningastefnan verði endurskoðuð. Það hafa aðrir gert, til að mynda Friðrik Már Baldursson prófessor. Ingimundur Friðriksson Seðlabankastjóri sagðist í samtali við Markaðinn ekki fráhverfur því. Stjórnmálamenn virðast ekki alveg fráhverfir því heldur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að sjálfsagt sé þörf á að endurskoða peningastefnuna. „En það þarf að gera með jafnaðargeði.“ Meta þurfi reynsluna af verðbólgumarkmiðsstefnunni sem verið hafi við lýði frá 2001. „Nú er komið árið 2008 og það er full ástæða til að meta hvernig til hefur tekist og meta hvort ástæða sé til að gera á þessu einhverjar leiðréttingar eða breytingar. Og gefa sér tíma til þess.“ „Mér finnst að það ætti að gera heildarúttekt á öllu heila klabbinu. Þar væri skoðaður hlutur ríkisstjórnar, Seðlabankans og einkageirans,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Ingibjörg SÓlrún Gísladóttir Sjálfsagt að endurskoða peningastefnuna. Viðskiptaráð leggur til að farið verði í endurskoðun á peningamálastefnu Seðlabankans. Steingrímur segir að taka eigi út hluti á breiðari grundvelli. Þverpólitískt samstarf stjórnmálaflokka ætti að leiða til heildarúttekar á þróun íslenska hagkerfisins og pólitískum og efnahagslegum ákvörðunum undanfarin ár. „Það er ekki til nein ókeypis sársaukalaus lausn þegar búið er að klúðra hagstjórn í einu landi.“ Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sjö ár séu ekki langur tími þegar peningamálastefna sé annars vegar. „En auðvitað skoðum við allar hugmyndir.“ Steingrímur J. Sigfússon Það þarf að gera heildarúttekt á öllu klabbinu. Ingibjörg Sólrún bendir á að umræðan eigi ekki bara að snúast um krónur og evrur. Ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið og þar með myntbandalag sé miklu stærri spurning. „Þetta er í rauninni val um samfélagsgerð. Menn hafa farið dálítið í kringum þetta eins og kettir í kringum heitan graut.“ Brýnasta verkefnið nú sé að taka til hér heima. „Það hafa verið gerð ýmis hagstjórnarmistök á undanförnum árum. Við verðum að fara yfir þetta og sjá hvernig við getum undið ofan af þessu, náð niður vöxtum og viðskiptahalla.“ Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Viðskiptaráð hefur lagt til að peningastefnan verði endurskoðuð. Það hafa aðrir gert, til að mynda Friðrik Már Baldursson prófessor. Ingimundur Friðriksson Seðlabankastjóri sagðist í samtali við Markaðinn ekki fráhverfur því. Stjórnmálamenn virðast ekki alveg fráhverfir því heldur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að sjálfsagt sé þörf á að endurskoða peningastefnuna. „En það þarf að gera með jafnaðargeði.“ Meta þurfi reynsluna af verðbólgumarkmiðsstefnunni sem verið hafi við lýði frá 2001. „Nú er komið árið 2008 og það er full ástæða til að meta hvernig til hefur tekist og meta hvort ástæða sé til að gera á þessu einhverjar leiðréttingar eða breytingar. Og gefa sér tíma til þess.“ „Mér finnst að það ætti að gera heildarúttekt á öllu heila klabbinu. Þar væri skoðaður hlutur ríkisstjórnar, Seðlabankans og einkageirans,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Ingibjörg SÓlrún Gísladóttir Sjálfsagt að endurskoða peningastefnuna. Viðskiptaráð leggur til að farið verði í endurskoðun á peningamálastefnu Seðlabankans. Steingrímur segir að taka eigi út hluti á breiðari grundvelli. Þverpólitískt samstarf stjórnmálaflokka ætti að leiða til heildarúttekar á þróun íslenska hagkerfisins og pólitískum og efnahagslegum ákvörðunum undanfarin ár. „Það er ekki til nein ókeypis sársaukalaus lausn þegar búið er að klúðra hagstjórn í einu landi.“ Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sjö ár séu ekki langur tími þegar peningamálastefna sé annars vegar. „En auðvitað skoðum við allar hugmyndir.“ Steingrímur J. Sigfússon Það þarf að gera heildarúttekt á öllu klabbinu. Ingibjörg Sólrún bendir á að umræðan eigi ekki bara að snúast um krónur og evrur. Ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið og þar með myntbandalag sé miklu stærri spurning. „Þetta er í rauninni val um samfélagsgerð. Menn hafa farið dálítið í kringum þetta eins og kettir í kringum heitan graut.“ Brýnasta verkefnið nú sé að taka til hér heima. „Það hafa verið gerð ýmis hagstjórnarmistök á undanförnum árum. Við verðum að fara yfir þetta og sjá hvernig við getum undið ofan af þessu, náð niður vöxtum og viðskiptahalla.“
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira