Viðskipti innlent

Heimskir eða fáfróðir

Sigurður Einarsson gefur ekki mikið fyrir greiningaraðila Saxo Bank.
Sigurður Einarsson gefur ekki mikið fyrir greiningaraðila Saxo Bank.

"Greiningaraðilinn hlýtur annað hvort að vera heimskur eða algjörlega fáfróður um íslenska banka. Það þarf bara að fara inn á heimasíðu okkar til að sjá hvernig lykiltölurnarnar hjá Kaupþingi eru," segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings við Börsen í svari við greiningu aðalgreinanda Saxo Bank á Kaupþing sem birtist á vef blaðsins í dag.

Samvkæmt Börsen getur spá Saxo Bank verið mjög skaðleg fyrir Kaupþing en þar er því spáð að Kaupþing geti orðið gjaldþrota á þessu ári.

"Við höfum kannski tekið meiri áhættu en margir aðrir hafa gert. En það réttlætir ekki þessa dómsdagsspá," segir Sigurður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×