Viðskipti innlent

Róleg byrjun í kauphöllinni

Það hefur verið róleg byrjun í kauphöllinni í morgun. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,22% og stendur nú í 5.071 stigum.

Mesta hækkun hefur orðið hjá Atlantic Airways eða 2,5%, Teymi hefur hækkað um 0,9% og Icelandair um 0,8%.

Mesta lækkun hefur orðið hjá Eimskip eða 2,0%, Glitnir hefur lækkað um 1,7% og FL Group um 0,9%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×