Viðskipti innlent

Heppni hjá Fons

Pálmi Haraldsson.
Pálmi Haraldsson.
„Þetta var heppni og reynsla,“ segir Pálmi Haraldsson, stærsti hluthafi Fons, en félagið skilaði um fimm milljarða króna hagnaði í fyrra. Rekstrarhagnaður var um sjö milljarðar króna og námu heildar­eignir félagsins hundrað milljörðum í árslok.

Pálmi segir að félagið hafi selt stórar eignir á vordögum í fyrra, sem hafi verið hárrétt ákvörðun áður en lausafjárkreppan og óróleiki á alþjóðlegum fjármálamörkuðum setti mark sitt á flest fyrirtæki.

„Við komum ágætlega út miðað við aðra. Þetta var heppni en maður þarf að fylgjast vel með,“ segir hann. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×