Fleiri fréttir

FL og Exista hækkuðu mest, aldrei þessu vant

FL Group og Exista leiddu hækkanir í Kauphöllinni í dag, aldrei þessu vant. 16 félög hækkuðu í dag en fjögur lækkuðu. FL Group hækkaði mest, um 3,23 prósent og Exista fór upp um 2,61 prósent. Þar á eftir komu Spron, Glitnir og 365hf.

Segir Baug hafa bjargað FL Group

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, segir að góður hagnaður verði hjá félaginu eftir síðasta ár þrátt fyrir erfiðleikana sem verið hafa í fjárhagslífi heimsins. Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag.

Vikan byrjar í plús í kauphöllinni

Vikan byrjar í plús í kauphöllinni. Í fyrstu viðskiptum dagsins hefur úrvalsvísitalan hækkað um 1,46% og stendur nú í 5.190 stigum.

Jón Ásgeir segir skuldaálag of hátt

„Miðað við það skuldaálag sem krafist er af íslenskum bönkum virðist endurspeglast sú skoðun erlendra fjármálastofnana að staða þeirra sé slæm.

Toshiba gefst upp á HD DVD

Japanska tæknifyrirtækið Toshiba hyggst gefast upp á HD DVD háskerputækninni. Tilkynningar þess efnis er að vænta á næstu dögum, hefur fréttastofa Reuters eftir heimildarmanni innan fyrirtækisins.

Neytendur óttast niðurskurð og uppsagnir

Sjálfstraust neytenda í Bandaríkjunum hefur ekki mælst minna í 16 ár. Ástæðan er aukin ótti um niðurskurð og uppsagnir á atvinnumarkaði, samkvæmt nýrri rannsókn Michigan háskólans í Bandaríkjunum.

Jón Ásgeir vill skoða aðild að ESB alvarlega

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, FL Group og 365, sagði í viðtali við Markaðinn í kvöld að það væri langtímasjónarmið fyrir ríkisstjórnina að skoða alvarlega aðild að Evrópusambandinu.

Kauphöllin endaði í plús eftir daginn

Miklar sveiflur voru í kauphöllinni í dag en markaðurinn endaði í plús við lokunina. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,26% og stendur í 5.115 stigum.

Bretar eyða mestu í fegrunaraðgerðir í Evrópu

Bretar eru sú þjóð í Evrópu sem eyða mestum fjármunum í fegrunaraðgerðir af ýmsu tagi svo sem brjóstastækkun og fitusog. Alls eyddu Bretar rúmlega 65 milljörðum kr. í slíkar aðgerðir árið 2006.

Mikil söluaukning en vonbrigði með hagnað Betsson

Mikil söluaukning hefur verið hjá veðmálafyrirtækinu Betsson og mælist hún 121% á milli ára. Aukningin frá þriðja til fjórða fjórðungs er 15%. Hagnaður ársins var um 180 milljónum skr. eða um 1,8 milljarði kr. sem er næstum sex sinnum meiri hagnaður en árið áður.

Danski skatturinn finnur tugi milljarða á leynireikningum

Dönsk skattayfirvöld hafa fundið 5 milljarða dkr. eða rúmlega 60 milljarða kr. sem liggja á leynireikningum víða um heiminn en þó yfirleitt í svokölluðum skattaparadísum. Í fjölda tilvika geta viðkomandi danskir eigendur þessara reikninga átt yfir höfði sér fangelsisdóma fyrir skattsvik.

Erum ekki að fara að selja Sterling

Pálmi Haraldsson, stjórnarformaður Northern Travel Holding, sem á meðal annars danska flugfélagið Sterling vísar því algjörlega á bug að stefnt sé á sölu á Sterling á næstunni líkt og kom fram í danska viðskiptablaðinu Börsen í dag. FL Group gerir það sömuleiðis í fréttatilkynningu sem send var Vísi.

Uppsveifla í kauphöllinni

Nokkur uppsveifla varð við opnun markaðarins í kauphöllinni í morgun. Ekkert félag hefur lækkað. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,61% í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur í 5.083 stigum.

Hagnaður Milestone nam 21,3 milljörðum kr.

Hagnaður Milestone eftir skatta nam 21,3 milljörðum króna árið 2007 en tap á fjórða ársfjórðungi nam 5,8 milljörðum eftir skatta. Heildartekjur félagsins voru 56 milljarðar á árinu.

Methagnaður hjá Commerzbank þrátt fyrir afskriftir

Commerzbank, næststærsti banki Þýskaland, sem FL Group átti stóran hlut í um tíma, skilaði rúmlega 1,9 milljarða evra hagnaði á síðasta ári. Þetta jafngildir rúmum 188 milljörðum íslenskra króna, sem er mesti hagnaður í sögu bankans.

Atlantic Petroleum boðar hlutafjáraukningu

Atlantic Petroleum boðar hlutafjáraukningu í ár samhliða því að frekari boranir hefjast á Hook Head svæðinu undan ströndum Írlands. Tilraunarboranir í fyrra sýndu að töluvert magn af olú er á þessu svæði.

Dönsk blöð segja FL Group undirbúa sölu á Sterling

FL Group undirbýr nú sölu á 34% hlut sínum í Sterling flugfélaginu að sögn viðskiptavefsins börsen.dk. En fyrst ætlar FL Group sér að ná upp hagnaði hjá Sterling en rekstur flugfélagsins hefur gengið brösuglega undanfarin ár.

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentustigum. Þetta er í takt við væntingar markaðsaðila.

Landic Property tekur þátt í byggingu heilsu- og lækningamiðstöðvar

Samið hefur verið um að fasteignafélagið Landic Property taki þátt í byggingu heilsu- og lækningamiðstöðvar í Vetrarmýrinni í Garðabæ. Oddur Steinarsson læknir og einn forsvarsmanna verkefnisins og Páll Benediktsson, talsmaður Landic Property, staðfestu þetta við Vísi í dag.

Landic kaupir fasteignasjóði FL Group

Landic Property hf. hefur fest kaup á hlut FL Group í alþjóðlegum fasteignasjóðum. Sjóðirnir eru Prestbury, Lxb, Catalyst Capital, Terra Firma og WCC Europe.

Spá mikilli hækkun á verðbólgu í febrúar

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 1,1% í febrúar. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 6,5% í febrúar samanborið við 5,8% í janúar.

365 féll um rúm 10% í dag

Kauphöllin lokaði eins og hún opnaði í dag það er í mínus. Mest féllu hlutir í 365 eða um 10.30%. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1.07% og lauk deginum í 5040 stigum.

Slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í dag útlit fyrir slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum og muni seðlabankinn vera reiðubúinn til að lækka stýrivexti frekar til að bregðast við ástandinu til að sporna við því.

Minnsta atvinnuleysi í 20 ár

Í nýbirtum tölum Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi í síðasta mánuði kemur fram að hlutfallslegt atvinnuleysi reiknast 1,1% af vinnuafli. Þetta er minnsta atvinnuleysi í þessum mánuði í 20 ár.

Verðbólga í Zimbabve í himinhæðum

Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabve er komin langt upp fyrir Himnaríki en hún mældist 66.212,3 prósent í desember í fyrra, samkvæmt upplýsingum hagstofunnar þar í landi.

Efnaðar stjörnur finna fyrir fasteignakreppunni

Fasteignakreppan í Bandaríkjunum hefur nú náð til efnaðra og þekktra stjarna í Hollywood og nágrenni. Að sögn tímaritsins Forbes tapa stjörnurnar nú háum upphæðum á húseignum sínum, það er ef eignirnar á annað borð seljast.

Menn hefðu mátt vanda sig betur

„Síðustu vikur hafa vissulega verið erfiðar en við verðum að vinna vel úr okkar spilum og halda áfram,“ sagði Jón Sigurðsson forstjóri FL Group í hádegisviðtalinu á Stöð 2.

Phil & Sön rekur Dani og ræður Pólverja í vinnu

Verktakafyrirtækið E. Phil & Sön í Danmörku hefur rekið danska verkamenn sín og ráðið pólska í staðinn við vinnu við byggingu Copenhagen Towers í Örestaden. Um er að ræða eitt stærsta byggingarverkefnið í Kaupmannahöfn í ár.

Brýnt fyrir heimili og fyrirtæki að hemja verðbólgu

Verðbólga hér á landi er enn töluvert meiri en það markmið sem Seðlabankanum er sett og ekki verður að sinni fullyrt að verðbólguhorfur til lengri tíma hafi breyst að marki frá því í nóvember. Brýnt sé fyrir afkomu og efnahag heimila og fyrirtækja að hemja verðbólgu og ná tökum á verðbólguvæntingum.

Töluvert dregur úr greiðslukortanotkun

Greiðslukortavelta í janúar nam rúmum 60 milljörðum kr. Þar af nam innnlend velta um 56 milljörðum kr. Ársaukning veltunnar nú í upphafi árs töluvert minni samanborið við þróunina á síðari helmingi síðasta árs, en greiðslukortavelta er mikilvæg vísbending um þróun einkaneyslu.

Rauður morgun í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,63% í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Sem stendur er hún í 5062 stigum.

Fyrsta tap í sögu UBS

Svissneski risabankinn UBS tapaði 4,4 milljörðum franka, jafnvirði tæpra 300 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 12,3 milljarða franka hagnað í hitteðfyrra. Tapið, sem er það fyrsta í sögu bankans, er tilkomið vegna afskrifta á lánavöndlum upp á 26,6 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 1.800 milljarða íslenskra króna.

Playboy hrapar á Wall Street

Hlutir í Playboy féllu um meir en 10% á Wall Street í gærdag í kjölfar þess að uppgjör félagsins fyrir fjórða ársfjóðung á síðasta ári var birt.

Landsbankastjóri lýsir vonbrigðum með vaxtaákvörðun SÍ

Sigurjón Þ. Árnason landsbankastjóri segir að sú ákvörðun Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum séu vonbrigði fyrir sig. "Ég ásamt mörgum öðrum átti von á að Seðlabankinn hæfi vaxtalækkunarferli sitt núna," segir Sigurjón.

Óbreyttir stýrivextir hjá Seðlabankanum

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að breyta ekki stýrivöxtum bankans nú. Þeir verða áfram 13,75 prósent. Þetta er í samræmi við spár greiningardeilda Glitnis og Landsbankans. Kaupþing hafði hins vegar búist við stýrivaxtalækkun.

Sjá næstu 50 fréttir