Viðskipti innlent

Össur hf. gerir ekki sérstaka starfslokasamninga

Á aðalfundi Össur hf. sem haldinn var í dag var m.a. samþykkt að félagið gerir ekki sérstaka starfslokasamninga við stjórnendur eða starfsfólk.

Í samþykktinni segir að Össur kjósi að hafa gagnkvæm ákvæði um starfslok í samræmi við viðteknar venjur á vinnumarkaðinum. Starfsmenn hafi því þriggja mánaða uppsagnarfrest. Í sérstökum tilfellum megi semja um 12 mánaða uppsagnarfrest einkum ef úm er að ræða stjórnendur sem búsettir eru erlendis.

Á fundinum var samþykkt tillaga um að heimila stjórn félagsins að gera kaupréttarsamninga við stjórnendur. Heildarfjöldi hluta nemi 5 milljónum kr. Þeir séu nýtanlegir fjórum árum eftir útgáfu og kaupréttargengi miðast við meðaltalsgengi á hlutabréfum síðustu 20 virku dagana fyrir aðalfund.

Í stjórn Össurrar voru kjörin þau Niels Jacobsen stjórnarformaður, Þórður Magnússon varaformaður og meðstjórnendurnir Kristján Tómas Ragnarsson, Svafa Grönfeldt og Össur Kristinsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×