Viðskipti erlent

Credit Suisse þarf að afskrifa 190 milljarða kr.

Annar stærsti banki Sviss, Credit Suisse, hefur afskrifað eignatryggð skuldabréf fyrir rúmlega 190 milljarða kr.

Afskriftirnar sem munu lækka hagnað yfirstandandi ársfjórðungs um einn milljarð dala, er sögð stafa af versnandi aðstæðum á lánamörkuðum og mistaka við færslur og verðlagningu af hálfu nokkurra miðlara.

Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að aðeins sé vika liðin síðan bankinn birti uppgjör fyrir síðasta ársfjórðung þar sem sagði að hann hefði selt háa upphæð í verðbréfum með veð í húsnæðislánum. Afskriftin nú er því mikið áfall fyrir bankann og hefur verðið á honum lækkað um tæp 9% í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×