Viðskipti innlent

Umdeildur greinandi óttast ekki um starf sitt

David Karsbøl.
David Karsbøl.
David Karsbøl hjá greiningadeild Saxobank í Danmörku segist ekki óttast um starf sitt þrátt fyrir hörð viðbrögð vegna álits sem hann gaf á íslensku bönkunum. Danska blaðið Börsen hafði eftir David að Kaupþing og aðir íslenskir bankar stefndu í gjaldþrot. Hafa þessi ummæli vakið hörð viðbrögð, meðal annars frá Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings, sem kallaði hann annaðhvort heimskan eða fáfróðan.

„Það er mjög mikilvægt að það komi fram að ég sagði aldrei að ég byggist við því að Kaupþing færi í gjaldþrot," sagði Karsböl í samtali við Vísi. Hann segir einnig að hann hafi aldrei talað um Kaupþing eitt og sér. Greining hans hafi snúist um horfur í efnahagslífi á Íslandi almennt séð. Þær séu ekki góðar.

Karsbøl segist ekki vita til þess að Kaupþing hafi á einhvern hátt fjármagnað Saxo. En jafnvel þó svo væri myndi hann ekki óttast um stöðu sína hjá Saxo. „Við höfum frelsi til að tjá álit okkar en það skiptir vissulega máli hvernig við setjum mál okkar fram," segir Karsbøl í samtali við Vísi.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×