Viðskipti innlent

Mjólka kaupir Vogabæ

Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólku, og Guðmundur Sigurðsson, stofnandi Vogabæjar, fyrir framan tilvonandi aðalstöðvar Mjólku og Vogabæjar í Hafnarfirði.
Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólku, og Guðmundur Sigurðsson, stofnandi Vogabæjar, fyrir framan tilvonandi aðalstöðvar Mjólku og Vogabæjar í Hafnarfirði.

Mjólka hefur fest kaup á matvælafyrirtækinu Vogabæ, sem er einna þekktast fyrir Vogaídýfurnar, og hefur mjólkurstöð Mjólku verið flutt í verksmiðjuhúsnæði Vogabæjar í Hafnarfirði.

Fram kemur í tilkynningu frá Mjólku að félögin muni áfram framleiða vörur undir eigin merkjum. „Kaupin á Vogabæ fela í sér umtalsverð samlegðaráhrif í framleiðslu og dreifingu á afurðum beggja fyrirtækja. Vogabær er leiðandi í framleiðslu á sósum og ídýfum hér á landi og selur framleiðslu sína undir merkjum Vogabæjar og E. Finnsson. Fráfarandi eigendur og stjórnendur Vogabæjar munu starfa áfram hjá fyrirtækinu," segir í tilkynningunni.

Með þessu á einnig að leysa húsnæðisvanda Mjólku en að sögn Ólafs M. Magnússonar, framkvæmdastjóra Mjólku, hefur húsnæðisvandinn hamlað eðlilegum vexti Mjólku undanfarna mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×