Viðskipti innlent

Kaupþing á hausinn og Ron Paul í Hvíta húsið

Ron Paul er enn að berjast fyrir því að verða næsti forseti Bandaríkjanna, þó fáir viti af því.
Ron Paul er enn að berjast fyrir því að verða næsti forseti Bandaríkjanna, þó fáir viti af því.

Spádómur Davids Karsbol um válegar framtíðarhorfur hjá Kaupþingi hafa vakið hörð viðbrögð Sigurðar Einarssonar forstjóra Kaupþings. Sigurður sagði í viðtali við danska viðskiptablaðið Börsen að mat Karsbol skýrðist annað hvort af heimsku eða algerri fáfræði um íslenskt viðskiptalíf. Hann virðist þó ekki þurfa að hafa áhyggjur ef mið er takið af fyrri spádómum Karsbol.

Karsbol spáði því til dæmis nú fyrir áramótin að næsti forseti Bandaríkjanna yrði repúblikaninn Ron Paul. Sá er víst enn í framboði en telja verður afar ólíklegt að hann hreppi útnefningu flokksins þar sem hann er kominn með 16 kjörmenn en John McCain hefur náð sér í 918.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×