Viðskipti innlent

365 lækkaði mest í Kauphöllinni í dag

Ari Edwald, forstjóri 365 hf.
Ari Edwald, forstjóri 365 hf.

365 hf. lækkaði mest í dag af þeim fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands en gengi félagsins lækkaði um 2,47 prósent. 11 önnur félög lækkuðu í dag, Icelandair um 1,94 prósent, Century Aluminum um 1,39 prósent og Straumur-Burðarás fór niður um 1,38 prósent.

Eik Banki hækkaði mest allra, um 2,55 prósent og Alfesca fór upp um 1,38 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði eilítið, um 0,17 prósent og stendur hún núna í 5.024,73 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×