Fleiri fréttir

Segir erfiðleika íslenska hagkerfisins í augsýn

Breska blaðið Sunday Telegraph fjallar í dag um stöðu íslenska hagkerfisins og ótta um erfiðleika á fjármálamarkaði hér á landi. Í greininni segir að Kaupþing sé sjö sinnum líklegri að standa ekki í skilum en meðal evrópskur banki.

Sjálfstæður atvinnurekandi - eða ríkur?

Þeir Bandaríkjamenn sem vinna fyrir sjálfan sig, eða þéna meira en eina milljón bandaríkjadala ( 65 milljónir íslenskra króna) á ári, eru líklegri til að verða skoðaðir sérstaklega af ríkisskattstofu Bandaríkjanna en aðrir Bandaríkjamenn.

Viðskiptavinir Egg bankans mótmæla kortasvipti

Reiðir viðskiptavinir internetbankans Egg hafa mótmælt ákvörðun bankans um að ógilda kreditkort þeirra eftir 35 daga. Egg segir að 161 þúsund kortum verði lokað þar sem lánstraust korthafanna hafi versnað frá því að þeir tóku upp viðskipti við bankann.

Microsoft vill kaupa Yahoo

Fyrirtækin Microsoft og Yahoo eru bæði í samkeppni við leiðandi leitarvélarisann Google. Nú hefur Microsoft boðist til að kaupa Yahoo með peningum og hlutabréfum á tæplega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna.

Útflutningur á óunnum botnfiski eykst

Útflutningur á óunnum botnfiski hefur aukist fyrstu fjóra mánuði fiskveiðiársins miðað við sama tíma í fyrra. Mest er aukningin í útflutningi á óunninni ýsu eða 32 prósent. Starfsgreinasambandið vill að ríkisstjórnin geri það fýsilegra fyrir fyrirtæki að vinna aflann hér á landi.

Nova boðar harðnandi samkeppni á farsímamarkaði

Samskiptafyrirtækið Nova býður fría farsímanotkun að eitt þúsund krónum á mánuði þeim 3G farsímaeigendum sem skrá sig í viðskipti til fyrirtækisins í eitt ár. Þá er öllum sem kaupa 3G farsíma hjá Nova boðið að nota símann endurgjaldslaust fyrir tvö þúsund krónur á mánuði þegar gengið er til liðs við fyrirtækið.

Starfsmenn Skagen fá 12 milljónir í bónus

Á meðan flestir aðilar á verðbréfamörkuðum heims bera sig illa fagna eigendur, starfsmenn og viðskiptavinir norska fjárfestingarsjóðsins Skagen. Sjóðnum tókst furðuvel að halda sjó síðustu mánuði og við ársuppgjör í vikunni var ávöxtunin svo góð að hver einasti starfsmaður fékk sem svarar um tólf milljónum íslenskra króna í bónus.

Flaga fellur eftir háflug

Gengi Flögu féll um 3,2 prósent eftir ofsaflug í vikunni. Gengi bréfa í svefnrannsóknarfyrirtækinuhafði legið í lægstu lægðum alla síðustu viku en tók skyndilegan kipp undir vikulokin og rauk upp um rúm 160 prósent á fjórum viðskiptadögum.

Víkingastyttan af Hard Rock er á skrifstofu Jóns Ásgeirs

Jón Ásgeir Jóhannesson er í viðtali í nýjasta tölublaði Business Week. Þar ræðir hann við blaðamann um mögulega yfirtöku Baugs á bandarísku lúxusversluninni Saks í New York auk þess sem farið er yfir feril hans. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að styttan af Leifi Heppna sem stóð í Hard Rock Café í Kringlunni á meðan sá staður var og hét, er niðurkomin í höfuðstöðvum Baugs í London.

„Við erum ekki í vandræðum“

„Það hafa gengið sögur um að félagið eigi í erfiðleikum með lausafé en eins og kom fram erum við með lausafé fram yfir mitt næsta ár og það getur hvaða fjármálastofnun sem er verið stolt af því,“ sagði Lýður Guðmundsson stjórnarformaður Exista í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag.

Met í fjölda viðskipta í norrænu kauphöllunum

Í janúar var slegið met í fjölda viðskipta með hlutabréf á Nordic Exchange. Þann 22. janúar var fjöldi viðskipta orðinn 422,474 en fyrra met var 371,219 viðskipti þann 9. ágúst 2007.

Microsoft vill kaupa Yahoo

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft er sagður hafa lagt fram tilboð í netveituna Yahoo upp á 44,6 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 2.890 milljarða íslenskra króna, að því er breska ríkisútvarpið hermir.

Fjöldauppsagnir hjá Ericsson

Sænski fjarskiptarisinn Ericsson ætlar að segja upp 4000 manns eftir að hagnaður á fjórða ársfjórðungi reyndist ekki nema 7,6 milljarðar sænskra króna.

Versta byrjun árs í Kauphöllinni frá upphafi

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 12,5 prósent í nýliðnum janúarmánuði sem er versta ársbyrjun á hlutabréfamarkaði frá upphafi verðbréfaviðskipta hér á landi.

Græn byrjun í kauphöllinni

Markaðurinn fór vel af stað í kauphöllinni í morgun og hækkaði úrvalsvístitalan um 1,12% í fyrstu viðskiptum dagsins. Stendur vísitalan stendur nú í 5,542 stigum.

Nýr fjármálastjóri ráðinn til Marel

Marel Food Systems hefur ráðið Erik Kaman sem fjármálastjóra samstæðunnar. Hann tekur sæti í framkvæmdastjórn samstæðunnar og tekur til starfa í apríl næstkomandi.

Hagnaður Skipta nam 3,1 milljarði

Skipti hf. skilaði 3,1 milljarða króna hagnaði 2007 en það er viðsnúningur upp á 6,7 milljarða króna frá fyrra ári.

Kaupþing hægir ferðina að sinni

Hagnaður Kaupþings 2007 nemur 70 milljörðum króna. Horft er til innri vaxtar í erfiðu markaðsárferði. Fjárfestar í Katar sýna bankanum áhuga.

Exista hagnaðist um 50 milljarða á síðasta ári

Fjárfestingafélagið Exista hagnaðist um 50 milljarða á síðasta ári sem er 34,5% meira en í hitteðfyrra. Þetta kom fram í afkomutilkynningu sem sent var Kauphöllinni nú fyrir skömmu. Eigið fé félagsins 216 milljarðar um áramót og jókst um 25% á árinu.

Flaga lækkaði mest

Tuttugu félög lækkuðu í Kauphöllinni í dag og fór Flaga Group þar fremst í flokki. Úrvalsvísitalan lækkaði um tæp þrjú prósent og stendur nú í 5.375,65 stigum. Gengi bréfa Flögu lækkaði um 11,81 prósent í dag eftir miklar hækkanir síðustu daga. Spron lækkaði um átta prósent og Fl Group fór niður um 7,69 prósent og er gengið nú 10,20.

Flaga lækkar flugið

Töluverðar lækkanir hafa verið í Kauphöllinni það sem af er degi. Mesta lækkun er hjá Flögu Group en gengi bréfa í því hafa lækkað um 11,8 prósent. SPRON kemur þar á eftir með 10 prósenta lækkun og FL Group eru á svipuðu róli með 9,95 prósenta lækkun.

Kaupa Katarar hlut í Kaupþingi?

Forsvarsmenn Kaupþings eiga í viðræðum við fjárfesta í ríkjum við Persaflóa og á öðrum svæðum um hugsanleg kaup á hlut í bankanum. Þetta staðfesti Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag.

Stærstu bílaviðskipti Íslandssögunnar

Bílaleigan ALP sem er umboðsaðili AVIS og BUDGET á Íslandi hefur gengið frá samningum við bílaumboðin B&L og Ingvar Helgason (IH) um kaup á 900 nýjum bifreiðum að verðmæti tæplega 2 milljarða króna. Talið er að um sé að ræða stærstu bílakaup sem einn aðili hefur ráðist í á Íslandi.

Verðbólga í hæstu hæðum á evrusvæðinu

Verðbólga mælist 3,2 prósent á evrusvæðinu í þessum mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Verðbólga hefur aldrei verið meiri en nú og er hætt á stöðnun á evrusvæðinu, að sögn markaðsaðila.

Metafkoma hjá OMX-samstæðunni

OMX-samstæðan, sem meðal annars á Kauphöll Íslands, hagnaðist um 986 milljónum sænskra króna á síðasta ári samanborið við 911 milljónir króna í hitteðfyrra. Þetta jafngildir 10,1 milljarði íslenskra króna en afkoman hefur aldrei verið betri. Það af nam hagnaðurinn á fjórða ársfjórðungi 225 milljónir sænskra króna á fjórða ársfjórðungi.

Lárus fékk 300 milljónir fyrir að gerast Glitnisforstjóri

Lárus Welding, forstjóri Glitnis, fékk 300 milljónir fyrir að taka við starfi forstjóra Glitnis á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu Glitnis sem birt var í dag. Lárus hætti sem yfirmaður útibús Landsbankans í London og settist í forstjórstól Glitnis í lok apríl í stað Bjarna Ármannssonar.

Flaga upp um rúm 180 prósent á viku

Gengi bréfa í svefnrannsóknafyrirtækinu Flögu hélt áfram að hækka í dag, nú um rúm sjö prósent við upphaf viðskipta. Gengið hefur rokið upp um rúm 180 prósent á rétt um viku.

Bakkavararforstjóri með 130 milljónir í árslaun

Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar var með rúmlega milljón pund, jafnvirði um 130 milljóna króna, í laun á síðasta ári samkvæmt uppgjöri fyrirtækisins sem birt var í dag.

Hagnaður Shell nam 1660 milljörðum kr.

Hagnaður breska olíufélagsins Shell sló öll met á síðasta ári. Nam hagnaðurinn 13,9 milljörðum punda eða um 1660 milljörðum króna. Lætur nærri að Shell hafi grætt tæpar 200 milljónir kr. á hverjum klukkutíma ársins.

Bakkavör kaupir í Kína og Bandaríkjunum

Bakkavör Group hefur bætt tveimur matvælafyrirtækjum í safn sitt. Annars vegar er um að ræða kínverska matvælafyrirtækið Yantai Longshun Foods sem sérhæfir sig í framleiðslu á grænmeti og ávöxtum, og hins vegar bandaríska fyrirtækið Two Chefs on a Roll, sem framleiðir fersk og frosin tilbúin matvæli.

FIH bankinn í Danmörku með methagnað

FIH bankinn í Danmörku, sem er í eigu Kaupþings, var með methagnað á síðasta ári. Nam hagnaðurinn eftir skatta tæpum 15 milljörðum kr.

Góður hagnaður af rekstri OMX kauphallanna

Góður hagnaður varð af rekstri OMX-kauphallanna á Norðurlöndum á síðasta ári en Ísland er hluti af þeim. Heildartekjurnar voru þær mestu í sögu OMX og námu um 4,3 milljörðum kr.

Árni Pétur fékk 83 milljónir í árslaun

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, var með 83 milljónir í laun og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári eftir því sem fram kemur í ársskýrslu Teymis sem birt var í dag.

Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig í dag og standa vextirnir nú í þremur prósentum. Þetta er í takt við spár markaðsaðila.

Teymi hagnast um 1,3 milljarða króna

Hagnaður Teymis, móðurfélags Vodafone, nam rúmum 1,3 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Þar segir einnig að innri vöxtur félagsins hafi numið rúmum 15 prósentum og voru tekjur þess um 21,5 milljarðar króna.

Sjá næstu 50 fréttir