Viðskipti innlent

Nýr fjármálastjóri ráðinn til Marel

Marel Food Systems hefur ráðið Erik Kaman sem fjármálastjóra

samstæðunnar. Hann tekur sæti í framkvæmdastjórn samstæðunnar og tekur til starfa í apríl næstkomandi.

Fram að þeim tíma verður fjármálastjórn Marel Food Systems áfram í höndum Kristjáns Þorsteinssonar. Kristján, sem hefur gegnt því starfi sl. níu ár, mun taka við starfi framkvæmdastjóra fjármögnunar og áhættustýringar hjá félaginu.

Erik Kaman hefur starfað hjá Stork síðastliðin 16 ár, nú síðast sem

fjármálastjóri Stork Arerospace Industrie, en þar áður sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og fjármála hjá móðurfélagi Stork samstæðunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×