Viðskipti innlent

Víkingastyttan af Hard Rock er á skrifstofu Jóns Ásgeirs

Leifur Eiríksson er kominn til London.
Leifur Eiríksson er kominn til London.
Jón Ásgeir Jóhannesson er í viðtali í nýjasta tölublaði Business Week. Þar ræðir hann við blaðamann um mögulega yfirtöku Baugs á bandarísku lúxusversluninni Saks í New York auk þess sem farið er yfir feril hans. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að styttan af Leifi Heppna sem stóð í Hard Rock Café í Kringlunni á meðan sá staður var og hét, er niðurkomin í höfuðstöðvum Baugs í London.

Úttekt blaðamannsins er á svipuðum nótum og aðrar úttektir af íslenskum „útrásarvíkingum" og sagt að styttan af Leifi sé hugsuð sem áminning til þeirra sem gleyma uppruna Jóns og félaga í Baugi.

Í niðurlagi viðtalsins kemur fram að Jón Ásgeir hafi lítinn tíma til að dveljast á Íslandi þessa dagana heldur skipti hann tímanum sínum á milli glæsiíbúðarinnar við Gramercy park í New York og íbúðar sinnar í London. Honum er líst sem vinnuþjarki sem alltaf sé með hugann við viðskiptin. Þegar hann fór í brúðkaupsferð sína á dögunum þar sem hann eyddi tveimur dögum í París með eiginkonu sinni, var hann alltaf í símanum að ræða málefni baugs. Jafnvel þegar ég er ekki að vinna er ég að hugsa um viðskipti," segir Jón Ásgeirs.

Hér má lesa viðtalið við Jón Ásgeir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×