Viðskipti erlent

FIH bankinn í Danmörku með methagnað

FIH bankinn í Danmörku, sem er í eigu Kaupþings, var með methagnað á síðasta ári. Nam hagnaðurinn eftir skatta tæpum 15 milljörðum kr.

FIH birtir uppgjör sitt í dag og þar mun koma fram að bankinn hafi skráð rúmlega 2,5 milljarða kr. tap vegna óróans á fjármálamarkaðinum á seinnipart síðasta árs.

Fjármálatekjur bankans námu tæplega 26 milljörðum króna á síðasta ári á móti rúmum 21 milljarði árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×