Viðskipti erlent

Met í fjölda viðskipta í norrænu kauphöllunum

Í janúar var slegið met í fjölda viðskipta með hlutabréf á Nordic Exchange. Þann 22. janúar var fjöldi viðskipta orðinn 422,474 en fyrra met var 371,219 viðskipti þann 9. ágúst 2007.

Metfjöldi viðskipta yfir einn dag var einnig skráður, 267,511 viðskipti en fyrra met var 234,070 viðskipti yfir daginn í nóvember, 2007. Í janúar þessa árs, hafði meðalfjöldi viðskipta aukist um 61% í samanburði við janúar 2007.

 

Í janúar voru líka slegin met í fjölda viðskipta með afleiður, en heildarfjöldi samninga voru 789,898 samningar á dag en fyrra met var 775,239 samningar á dag í febrúar, 2007.

Annað met var slegið í fjölda framtíðarsamninga með verðbréf þann 18. janúar, en fjöldi samninga var 1,269,120 en fyrra met var 891,434 samningar þann 21. desember, 2007.

 

"Janúar er búin að vera vindasamur fyrir fjárfesta og óstöðugleiki hefur einkennt þessa miklu virkni í viðskiptum. Viðskiptakerfið okkar hefur staðist þessa miklu prófraun, en við höfum náð að annast tímabilin þar sem fjöldi viðskipta hefur náð hæstu hæðum," segir Jukka Ruuska, forstjóri Nordic Marketplaces OMX "Með því að lækka viðskiptaþóknanir höfum við aukið samkeppnishæfni Nordic Exchange og lagt grunn að auknum fjölda viðskipta í framtíðinni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×