Microsoft vill kaupa Yahoo 2. febrúar 2008 15:54 MYND/AP Fyrirtækin Microsoft og Yahoo eru bæði í samkeppni við leiðandi leitarvélarisann Google. Nú hefur Microsoft boðist til að kaupa Yahoo með peningum og hlutabréfum á tæplega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna eða 44,6 milljarða dollara. Tilboðið hljóðar í raun upp á 31 dollara á hlut og stukku bréf í Yahoo upp í 30 dollara og 75 sent í viðskiptum fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum. Tilboðið var sett fram í bréfi til stjórnar Yahoo og er 62 prósent yfir markaðsvirði fyrirtækisins við lokun markaða á fimmtudag. Yahoo tilkynnti fyrr í vikunni um minni hagnað en gert var ráð fyrir og sagði nauðsynlegt að eyða 19,5 milljarði íslenskra króna til að reyna að endurlífga fyrirtækið. Á síðustu árum hefur samkeppnin við Google verið hörð barátta en Google er einnig í samkeppni við Microsoft. Kevin Johnson hjá Microsoft sagði á viðskiptavef BBC að samruni fyrirtækjanna tveggja myndi skapa heild sem stæði betur í samkeppni við Google. Markaðnum fyrir vefleit og auglýsingar væri meira og minna stjórnað af einum aðila. Yahoo staðfesti að hafa fengið tilboð og sagði að stjórnin myndi skoða það vandlega í tengslum við áætlanir fyrirtækisins og langtímafjárfestingar hluthafa. Ef af kaupunum verður munu samkeppnisyfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum að öllum líkindum rannsaka sameininguna. Viðskipti Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrirtækin Microsoft og Yahoo eru bæði í samkeppni við leiðandi leitarvélarisann Google. Nú hefur Microsoft boðist til að kaupa Yahoo með peningum og hlutabréfum á tæplega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna eða 44,6 milljarða dollara. Tilboðið hljóðar í raun upp á 31 dollara á hlut og stukku bréf í Yahoo upp í 30 dollara og 75 sent í viðskiptum fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum. Tilboðið var sett fram í bréfi til stjórnar Yahoo og er 62 prósent yfir markaðsvirði fyrirtækisins við lokun markaða á fimmtudag. Yahoo tilkynnti fyrr í vikunni um minni hagnað en gert var ráð fyrir og sagði nauðsynlegt að eyða 19,5 milljarði íslenskra króna til að reyna að endurlífga fyrirtækið. Á síðustu árum hefur samkeppnin við Google verið hörð barátta en Google er einnig í samkeppni við Microsoft. Kevin Johnson hjá Microsoft sagði á viðskiptavef BBC að samruni fyrirtækjanna tveggja myndi skapa heild sem stæði betur í samkeppni við Google. Markaðnum fyrir vefleit og auglýsingar væri meira og minna stjórnað af einum aðila. Yahoo staðfesti að hafa fengið tilboð og sagði að stjórnin myndi skoða það vandlega í tengslum við áætlanir fyrirtækisins og langtímafjárfestingar hluthafa. Ef af kaupunum verður munu samkeppnisyfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum að öllum líkindum rannsaka sameininguna.
Viðskipti Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira