Viðskipti erlent

Hagnaður Shell nam 1660 milljörðum kr.

Hagnaður breska olíufélagsins Shell sló öll met á síðasta ári. Nam hagnaðurinn 13,9 milljörðum punda eða um 1660 milljörðum króna. Lætur nærri að Shell hafi grætt tæpar 200 milljónir kr. á hverjum klukkutíma ársins.

Þessar tölur hafa vakið hörð viðbrögð meðal verkalýðsfélaga á Bretlandseyjum sem krefjast þess að skattar verði hækkaðir á olíufélögin. Segir talsmaður eins af verkalýðsfélögunum að almenningi hljóti að svíða undan því að þurfa að borga um 130 kr. fyrir líterinn af bensíni meðan að eigendur Shell græði sem aldrei fyrr.

Hagnaður Shell nú er sá mesti hjá einstöku bresku fyrirtæki í sögu landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×