Fleiri fréttir

Hagvöxtur með minnsta móti í Bandaríkjunum

Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent á fjórða og síðasta fjórðungi nýliðins árs í Bandaríkjunum. Til samanburðar var hagvöxtur 4,9 prósent á þriðja ársfjórðungi.

Flaga enn á flugi

Það sem af er degi hefur Flaga hækkað mest allra félaga í Kauphöllinni. Félagið er á hörku siglingu og hefur hækkað um 28,70% í dag. FL Group er eina félagið sem hefur lækkað.

Exista hefur hækkað um 9% í morgun

Miklar hækkanir hafa verið í kauphöllinni frá opnun í morgun þar af hefur Exista hækkað um 9%. Greinilegt er að markaðurinn tekur vel í ákvörðun Kaupþings um að hætta við kaupin á hollenska bankanum NIBC.

Stærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar blásin af

Kaup Kaupþings banka á hollenska bankanum NIBC voru tilkynnt þann 15. ágúst á síðasta ári. Jafnframt fylgdi sögunni að um stærstu einstöku kaup íslensks félags í sögunni væri að ræða. Kaupverðið var tæpir 3 milljarðar evra eða í kringum 300 milljarða króna.

Seðlabankastjórinn heldur sæti sínu

Breska fjármálaráðuneytið hefur framlengt ráðningu Mervyn Kings, seðlabankastjóra Englandsbanka, til næstu fimm ára. Ráðningartímabil hans rennur út í júní í sumar og hafa gagnrýnendur þrýst á að nýr maður taki við skútunni.

FBI rannsakar undirmálslánamarkaðinn

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur nú til rannsóknar fjórtán þarlend fasteignalánafyrirtæki og banka í samvinnu við bandaríska fjármálaeftirlitið. Fyrirtækin tengjast öll undirmálslánakreppunni sem hrjáð hefur alþjóðlega markaði.

Hlutir í Kaupþingi hækka um 7% í Svíþjóð

Frá því að kauphöllin í Svíþjóð opnaði í morgun hafa hlutabréf í Kaupþingi hækkað þar um 7%. Þetta kemur í kjölfar tilkynningarinnar um að hætt hafi verið við kaupin á hollenska bankanum NIBC.

Fagnar þessari skynsamlegu niðurstöðu Kaupþingsmanna

Björgvin G. Sigurðsson viðskiparáðherra segist í samtali við Vísi fagna þeirri ábyrgu afstöðu forsvarsmanna Kaupþings að hætta við yfirtöku á hollenska bankanum NIBC eins og tilkynnt var fyrr í morgun.

82 milljarðar í súginn hjá stjórnarmanni Exista

Robert Tchenguiz, stjórnarmaður í Exista, hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Breska blaðið The Guardian greindi frá því á dögunum að eignir hans og bróður hans Vincents í Englandi hefðu rýrnað um 72 milljarða frá því í byrjun nóvember á síðasta ári. Sé það ekki nóg þá hefur 5,09% hlutur hans í Exista rýrnað um 10 milljarða á sama tímabili.

Kaupþing hættir við kaupin á NIBC

Í ljósi þess óróleika sem nú er á fjármálamörkuðum hafa Kaupþing banki og NIBC ákveðið að falla frá fyrirhugaðari yfirtöku Kaupþings banka á NIBC.

Þrýst á evruumræðu

Einhliða upptaka evru myndi litlu skipta að mati viðskiptaráðherra, bakhjarlinn skiptir mestu. Bankastjóri Landsbankans vill umræðu um leiðir til úrlausnar.

Flaga heldur áfram að hækka sig

Viðskiptin í Kauphöll Íslands hafa verið þokkaleg í morgun. Flaga Group heldur áfram að hækka sig en félagið hefur hækkað um 27,54% í dag en félagið hækkaði mest allra fyrirtækja í Kauphöllinn í gær.

Róleg byrjun í kauphöllinni

Það var fremur róleg byrjun í kauphöllinni í morgun. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,36% í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur í 5.433 stigum.

Kjörið í stjórn HydroKraft Invest

Stefán Pétursson, sem stjórnað hefur fjármálasviði Landsvirkunar undanfarin ár, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri HydroKraft Invest, fjárfestingafélags í eigu Landsbankans og Landsvirkjunar Power, dótturfélags Landsvirkjunar.

Straumsforstjóri með 412 milljónir í árslaun

Friðrik Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Straums-Burðaráss, fékk rúmar 412 milljónir í laun frá fyrirtækinu á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu bankans sem birt var í morgun. Inni í þeirri tölu eru væntanlega laun, árangurstengdar greiðslur og starfslokasamningur sem Friðrik fékk þegar hann hætti sem forstjóri.

Bankarnir of stórir fyrir landið

Moody's segir Aaa-lánshæfiseinkunn ríkisins á krossgötum. Með auknum vexti bankanna gæti hallað á getu ríkisins til að styðja við þá. Lesa má úr umfjölluninni að myntsvæði krónunnar sé of lítið fyrir bankana.

Sigurjón með 13,6 milljónir á mánuði

Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, var með 163,5 milljónir í laun og aðrar tekjur á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu Landsbankans sem kom út í dag. Það gera 13,6 milljónir í mánarðarlaun.

Þórður með 34,7 milljónir í árslaun

Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, var með 34,7 milljónir í árslaun á síðasta ári eftir því sem fram kemur í ársskýrslu félagsins sem birt var í dag. Það gera rétt tæpar 2,9 milljónir á mánuði.

Landsbankinn hagnaðist um 40 milljarða króna

Landsbankinn hagnaðist um 39,9 milljarða krónur á öllu síðasta ári samanborið við 40,2 milljarða krónur í hitteðfyrra. Þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, bankastjórar Landsbankans, segja báðir afkomuna góða og stöðu bankans sterka. Það skapi bankanum tækifæri í þeim óróleika sem hafi verið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Fleiri upp en niður í Kauphöllinni

Ellefu félög hækkkuðu í Kauphöllinni í dag. Flaga Group hækkaði mest eða um 15%. Það var Atlantic Petroleum sem lækkaði mest, um 8,93%.

Hagnaður ÍV 520 milljónir

Íslensk verðbréf högnuðust um 520 milljónir á síðasta ári eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Flaga hefur hækkað mest í Kauphöllinni í dag

Markaðurinn var í United litunum í morgun en nokkur fyrirtæki hafa tekið við sér eftir að liðið hefur á daginn. Mest hefur Flaga Group hf hækkað eða um 11,67% og er gengi fyrirtækisins nú 0,67.

Stærsti gjalddagi krónubréfa er í dag

Síðasti og jafnfram stærsti gjalddagi krónubréfa janúarmánaðar er nú runninn upp en í dag gjaldfalla samtals 45 milljarðar kr. að viðbættum vöxtum. Um er að ræða útgáfu hins hollenska banka Rabobank.

Nýherji lýkur kaupunum á TM Software

Nýherji hf. lauk í dag samningum um kaup á 59,4 prósenta hlut Straums í upplýsingatæknifyrirtækinu TM Software hf. Nýherji hefur jafnframt tryggt sér kaup á bréfum FL Group hf. og Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og verður virkur eignarhlutur Nýherja í TM Software 77,9 prósent eftir kaupin.

Greining Glitnis spáir óbreyttri neysluvísitölu

Greining Glitnis reiknar með að seinni mæling vísitölu neysluverðs (VNV) í janúar verði óbreytt frá fyrri mælingu sem var bráðabirgðamæling. Hagstofan mun birta endanlegt gildi janúarvísitölu í fyrramálið.

Rauður morgun í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan hefur fallið um 1,2% í fyrstu viðskiptum í kauphöllinni í morgun. Stendur vísitalan nú í 5.382 stigum.

Niðursveifla á mörkuðum í Asíu

Hlutabréf féllu töluvert við opnun markaðanna í Asíu í morgunn. Hang seng vísitalan í Hong Kong féll um 4% og Nikkei vísitalan í Japan um tæp 3% í fyrstu viðskiptum dagsins.

Lyfjaver tekur róbóta í sína þjónustu

Á morgun mánudaginn 28. janúar opnar Lyfjaver nýtt apótek að Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík. Nýja apótekið er í sama húsi og eldra apótek en aðstaða er öll mun stærri og betri bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk.

Spilaði með fimmtíu milljarða evra

Franski verðbréfamiðlarinn Jerome Kerviel fjárfesti fyrir fimmtíu milljarða evra án leyfis áður en upp komst um verk mannsins. Kerviel er nú í haldi lögreglu en í dag gaf bankinn SocGen út yfirlýsingu þar sem greint er frá málavöxtum frá þeirra bæjardyrum séð.

Fjárfestingarsjóður frá Katar stefnir á hlut í Credit Suisse

Fjárfestingarsjóðir sem njóta stuðnings ríkisstjórnarinnar í Katar eru að íhuga kaup á um fimm prósenta hlut í svissneska bankanum Cretid Suisse, einum stærsta banka í Evrópu. Frá þessu er greint í The Sunday Telegraph í dag. Talið er að sjóðirnir séu tengdir Qatar Investment Authority en félagið er í eigu emírsins í Katar og fjölskyldu hans.

Davos: Vont en það versnar

Valdamestu menn jarðar sem nú ræða framtíðina í svissneska fjallaþorpinu Davos sögðu í dag að fjármálarkreppan í heiminum væri bara að byrja og að hún ætti eftir að versna. Stjórnarformaður Citibank sagði í viðtali við Reuters að það muni taka dágóðan tíma fyrir fjármálakerfi heimsins að rétta úr kútnum eftir óróa síðustu missera og líkti hann stöðunni við hafnaboltaleik. „Ef leikurinn er níu lotur þá má segja að við séum í fimmtu lotu eins og stendur, sagði hann.

Sjá næstu 50 fréttir