Viðskipti innlent

VBS skilar 1,4 milljarða króna hagnaði

Jón Þórisson, forstjóri VBS.
Jón Þórisson, forstjóri VBS.

VBS fjárfestingarbanki skilaði rúmlega 1,4 milljarða króna hagnaði eftir skatta samkvæt uppgjöri sem birt er á vef Kauphallar Íslands. Er það rúmlega fimm sinnum meiri hagnaður en á árinu 2006 en þá var hann um 220 milljónir.

Samkvæmt uppgjörinu nemur eigið fé rúmum 8,3 milljörðum króna. Hreinar vaxtatekjur ársins 2007 jukust um 238 prósent frá fyrra ári og rekstrartekjur jukust um 219 prósent. Þá rúmlega tvöfölduðust eignir bankans á milli ára og eru nú rúmir 35 milljarðar.

Tekið er fram að VBS eigi engar eignir tengdar skuldabréfavafningum eða svo kölluðum undirmálslánum en þau hafa leikið fjárfesta grátt undanfarna mánuði.

Fram kemur í tilkynningunni að stjórn VBS hyggist óska eftir heimild aðalfundar til að sækja um viðskiptabankaleyfi til Fjármálaeftirlitisins og sömuleiðis er ætlunin að fá heimild til að auka hlutafé um 150 milljónir að nafnverði, m.a. til að mæta fyrirhuguðum vexti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×