Viðskipti innlent

Flaga hefur hækkað mest í Kauphöllinni í dag

Markaðurinn var í United litunum í morgun en nokkur fyrirtæki hafa tekið við sér eftir að liðið hefur á daginn. Mest hefur Flaga Group hf hækkað eða um 11,67% og er gengi fyrirtækisins nú 0,67.

Atlantic Airways hefur hækkað um 3,10% og Bakkavör um 0,60%. Atorka hefur einnig hækkað um 0,24%.

Atlantic Petroleum hefur lækkað um 10,42% og Færeyski bankinn um 3,47%. Spron hefur lækkað um 3,29% og Eik Banki um 2,97%.

Mestu viðskipti hafa verið með bréf Fl Group og Kaupþings.

Úrvalsvísitalan hefur farið niður um 1,07 og stendur í tæpum 5393 stigum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×